Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 21
PRESTASTEFNAN 1955 307 Hann kvæntist 1947 Önnu Kristjánsdóttur, skipstjóra í Reykjavík. Séra Ragnar var námsmaður mikill og gáfumaður á marga lund. Hann var tungumálamaður meiri en flestir aðrir og kennari ágætur, ræðumaður góður og skáldmæltur vel. Jafn- framt var hann hógvær og hlédrægur. Hann kaus meir en lœrdómsframa að fylgja föður sínum að starfi. Veitti hann honum slíka fylgd og hélt svo áfram starfi hans eftir hans dag, að hann var hinn ástsælasti af sóknarbörnum sínum, yngri °g eldri, og þótti þeim gott að vera undir bænum hans. Séra Ólafur Ólafsson, f. prestur í Suðurdalaþingum, andaðist 13. júní, 63 ára gamall, fæddur 30. apríl 1892. Hann var prestur í Suðurdalaþíngum allan prestsskapartíma sinn, 1928—1952. Ókvæntur. Séra Ólafur var stakt góðmenni, sem í engu vildi vamm sitt vita. Einlægur og viðkvæmur eins og barn, brjóstgóður °g hjálpsamur, sem hann mátti. Fer ekki hjá því, að sóknar- börnum hans mörgum hafi orðið hlýtt til hans. Prédikanir hans þóttu vera hjartnæmar og vel samdar. Vér minnumst þessara bræðra vorra með virðingu og þökk. Biðjum Guð að varðveita þá og blessa, störf þeirra og ástvini, °g rísum úr sætum. Lausn frá prests og prófastsstörfum fékk séra Friörik J. Rafnar, vígslubiskup á Akureyri, frá 1. nóvember að telja. Hann vígðist 1916 að Útskálaprestakalli og þjónaði því til 1927. Síöan Akureyrarprestakalli 1927—1954. Hann var skipaður vígslubiskup í Hólastifti hinu forna 5. júlí 1937 og vígður biskupsvígslu að Hólum 29. ágúst sama ár og gegnir enn vigslubiskupsembætti. Prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 1941—1954. Hann hefir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og samið rit og ritgerðir allmargar. Séra Friðrik vígslubiskup hefir þjónað kirkjunni vel og úyggilega um langt skeið, verið manna kunnugastur löggjöf hennar og öll prestsstörf farið honum prýðilega úr hendi. Prédikari hefir hann verið ágætur og altarisþjónusta hans lögur. Mikið og gott starf liggur að baki honum, og munu enn margir njóta þess.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.