Kirkjuritið - 01.08.1955, Side 13

Kirkjuritið - 01.08.1955, Side 13
Prestastefnan 1955. Setning prestastefnunnar. Prestastefna íslands var haldin í Reykjavík dagana 22.— 24. júní. Hófst hún með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1 e. h. Séra Helgi prófastur Konráðsson á Sauðárkróki prédikaði og lagði út af Matt. 11, 2—6. Er prédikun hans birt hér í þessu hefti Kirkjuritsins. Fyrir altari þjónaði séra Jakob Einarsson pró- fastur á Hofi, en hann og séra Jón Þorvarðsson í Reykjavík tóku til altaris. Kl. 2 síðdegis setti biskup prestastefnuna í kapellu Háskólans. las ritningarorð og flutti bæn, en prestar sungu sálma. Eins og áður var samleikur á fiðlu og organ á undan. Eftir það var gengið í hátíðarsal háskólans. Nefndi biskup til ritara þá séra Gunnar Árnason, séra Jón Kr. ísfeld, séra Jónas Gíslason og séra Jón Þorvarðsson. Þá flutti biskup ávarp sitt og skýrslu. Var athöfn þessari allri útvarpað. Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir. Verið velkomnir til þessarar prestastefnu, og þökk fyrir samverustundina í kirkjunni í morgun. Sérstaklega vil ég þakka þeim próföstunum, séra Helga Konráðssyni og séra Jakob Einarssyni, fagra prédikun og þjónustu fyrir altari. Eg fagna komu yðar, hinna nývígðu presta, hinna yngri og eldri, sem vinna í þjónustu kirkjunnar víðs vegar um land allt, og þeirra, sem lagt hafa frá sér hirðisstafinn að vel unnu verki.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.