Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 34
320 KIRKJURITIÐ hækkað úr 6132248 kr. upp í 9285371 kr. eða um 3153123 kr. Mestri hækkun veldur framlag ríkisins til kirkjubyggingar í Skálholti 2 milljónir kr. og framlag til Kirkjubyggingasjóðs 500000 kr. Embættiskostnaðargreiðsla til presta hefir hækkað um 215 þús. kr. Til endurbóta á gömlum íbúðarhúsum á prestssetrum um 100 þús. kr. Ennfremur hafa bæzt við tveir nýir liðir: Húsaleigustyrkur presta, sem ekki hafa prestsseturshús, 40000 kr. Áður var um þetta heimildirlöggjöf, og fjárhæðin 24000 kr. Til greiðslu álags vegna afhendingar kirkna eru áætlaðar 200000 kr. Er hér um að ræða kirkjur þær, sem áður hafa verið ríkiskirkjur, en söfnuðir taka nú við. Mun þessi fjárhæð að mestu fara til greiðslu álags á Valþjófsstaðarkirkju, Kálfa- fells og Reykhóla. Á 20. gr. standa í stað fjárveitingar til prestsseturshúss að Hólum í Hjaltadal 100000 kr. og 350000 kr. til útihúsa á prests- setrum. En framlag til bygginga á prestsseturshúsum hefir hækkað úr 1350000 kr. upp í 1550000 kr. eða um 200000 kr. Þessi síðast talda hækkun er þó mikils til of lág, eins og öllum er ljóst, sem kunnugastir eru þessum málum. Byggingarþörfin á prestsseturshúsum er svo mikil, að þegar hefir verið byggt fyrir þessa fjárhæð mest alla, og verða því prestsseturshús, sem reist munu í sumar, að mestu leyti byggð í skuld, er fyrst verður unnt að greiða eftir næstu áramót. Ætlunin var upp- haflega sú, að reist yrðu fjögur prestsseturshús á ári, og miðað við það og reynslu nú á byggingarkostnaði má fjárhæðin ekki vera lægri en 2—2y2 milljón kr. Vér þurfum að fá sem fyrst presta í þau prestaköll, sem enn standa óveitt, en því aðeins mun það takast, að þeir hafi þak yfir höfuð sér og fjölskyld- um sínum. Ýms mál kirkjunnar önnur en fjármál voru rædd á Alþingi. Sú breyting var gjörð á lögunum um Kirkjubyggingasjóð, að nú má einnig veita lán til byggingar bændakirkna. Málið var borið undir stjórn Kirkjubyggingasjóðs, en henni þótti var- hugavert að láta lögin ná til annarra kirkna en safnaðarkirkna, meðan enn væri svo lág fjárveiting til sjóðsins, en þörfin mikil að liðsinna söfnuðunum og fjöldi lánbeiðna fyrirliggjandi. Benti sjóðstjórnin á það, að samfara rýmkun lánsheimildarinnar yrði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.