Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 44
Aðalfundur Prestafélags íslands, Fundurinn hófst þriðjudaginn 21. júní í Háskólakapellunni. Séra Bjarni Sigurðsson að Mosfelli flutti bæn. Var þá gengið til hátíðarsalar og setti formaður, séra Jakob Jónsson, fundinn og kvaddi til fundarritara þá séra Bjartmar Kristjánsson og séra Jónas Gíslason. Þá minntist formaður látinna félagsmanna, þeirra séra Eiríks Helgasonar, séra Jónmundar Halldórssonar, séra Haralds Jónas- sonar, séra Þormóðar Sigurðssonar, séra Ragnars Ófeigssonar og séi'a Ólafs Ólafssonar. Þá flutti hann skýrslu félagsstjórnar, og má af störfum fé- lagsstjórnar nefna þetta: 1. Undirbúningur undir norrænan prestafund í Sigtuna. Mun formaður mæta þar. 2. Aðgerðir til rífkunar á kjörum presta, til dæmis um em- bættiskostnað og embættisbúning. 3. Sérstaklega vann stjórnin að launamáli presta, ásamt öðrum fulltrúum starfsmanna ríkisins, vegna væntanlegra breytinga á launalögum. 4. Útgáfa Kirkjuritsins. Þá skýrði hann frá hag félagsins, sem er erfiður, og voru reikningar þess samþykktir. Að lokinni skýrslu formanns, ávarpaði biskup fundinn nokkr- um orðum. Að því loknu flutti Þórir Kr. Þórðarson dósent erindi um Quram-handritin og Nýja testamentið. Var að því loknu fundarhlé. Að hléi loknu hóf formaður umræður um aðalmál fundarins: Launamál presta. Því næst var gefið fundarhlé vegna kveðjuathafnar séra Ólafs Ólafssonar. En að henni lokinni og kaffidrykkju að Gamla Garði hófust umræður um launamálið. Tóku til máls séra Lárus

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.