Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 20
306
KIRKJURITIÐ
honum heilög, og vildi hann líta á mennina eins og minnstu
bræður Jesú Krists. Oss er eflaust mörgum minnisstæð sam-
veran við hann á síðustu prestastefnu, er hann horfði rór og
hugsterkur fram á dauða sinn í krafti þeirrar trúar, sem
hann hafði huggað aðra með.
Séra Haraldur Jónasson, prófastur á Kolfreyjustað, andað-
ist 22. desember, á 70. aldursári, fæddur 6. ágúst 1885. Hann
gerðist aðstoðarprestur að Kolfreyjustað 1910 og fékk veit-
ingu fyrir prestakallinu 1914 og þjónaði því til dauðadags.
Jafnframt var hann prófastur í Suður-Múlaprófastsdæmi frá
1942. Hann tók mikinn þátt í sveitar og héraðsmálum, var
meðal annars sýslunefndarmaður frá 1915.
Hann kvæntist 1914 Sigrúnu Jónsdóttur, bóksala í Neskaup-
stað, en missti hana 1919. Þau áttu 1 son.
Öðru sinni kvæntist séra Haraldur Valborgu Haraldsdóttur,
fiskimatsmanns í Neskaupstað. Þau eignuðust 9 börn.
Séra Haraldur var manna grandvarastur og skylduræknastur,
yfirlætislaus og hógvær sem bezt má verða, góðgjarn og val-
menni í hvívetna. Var trúmennska hans í prestsstarfi og öðru
því, er honum var falið, sönn fyrirmynd, og verður hennar
lengi minnzt.
Séra Þormóöur Sigurösson, prestur í Vatnsendaprestakalli,
andaðist 26. marz í Kaupmannahöfn á 52. aldursári, fæddur
30. apríl 1903. Hann varð prestur 1928 og þjónaði sama presta-
kallinu til æviloka. Fyrstu árin sat hann að Yztafelli og síðan
að Finnsstöðum. En frá 1931 sat hann á Vatnsenda. Hann
kvæntist 1930 Nönnu Jónsdóttur, bónda á Halldórsstöðum í
Reykjadal. Varð þeim 6 barna auðið.
Séra Þormóður var glæsilegt Ijúfmenni og ástsæll prestur.
Þóttu ræður hans vel byggðar og rökfastar og voru oft studdar
dæmum úr daglegu lífi. Hann var frjálslyndur í skoðunum
og hreinskilinn, en sumum virtist hann vera hlédrægur um of.
Hann var hógvær, hjálpsamur og góðgjarn, og harmdauði
safnaðarfólki sínu og æskuvinum.
Séra Ragnar Ófeigsson, prestur í Fellsmúlaprestakalli, and-
aðist 22. apríl, 58 ára að aldri, fæddur 30. desember 1896. Hann
var aðstoðarprestur föður síns, séra Ófeigs prófasts Vigfús-
sonar í Fellsmúla, 1924—1941, og tók algjörlega við presta-
kallinu eftir dauða hans og þjónaði því til æviloka.