Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 36
322 KIRKJURITIÐ Víkingur skrifstofustjóri, formaður, Baldur Möller fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, séra Jón Auðuns dómprófast- ur, séra Jakob Jónsson og Sigurbjörn Einarsson prófessor. Nefnd til þess aö semja frumvarp til heildarlaga um malefni kirkjunnar. 1 henni eru: Biskup, formaður, Gústav Jónasson, skrifstofustjóri dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, og séra Sveinn Víkingur, skrifstofustjóri biskups. Kirkjuráðsfundir voru haldnir 1. og 3.—5. nóvember og 21. og 23. febrúar. Er skýrt frá nóvemberfundunum í janúarhefti Kirkjuritsins, og læt ég nægja að vísa til þeirra skýrslu. Á febrúarfundunum var könnuð inneign í sjóðum þeim, sem eru á vegum Kirkjuráðs, og nemur hún alls 1145925.88 kr. Var samþykkt að leggja 10000 kr. í Ferðasjóð, er kostaði ferðir til fyrirlestrahalds og prédikana í skólum, enda væru slíkar ferðir farnar í samráði við biskup. Kirkjuráð mælti með lagafrum- vörpum þeim, er lögð voru fyrir Alþingi og áður getur. Enn- fremur lýsti ráðið ánægju sinni yfir því, að hafizt yrði handa um prentun Nýja testamentisins. Þá var rætt um kirkjuþing fyrir þjóðkirkjuna. Var ráðið sammála um, að tímabært væri að taka það mál til nýrrar athugunar og undirbúa frumvarp þar um. í kirkjuráði eru auk mín: Gísli Sveinsson f. sendiherra, Gizur Bergsteinsson hæstaréttardómari, séra Jón Þorvarðsson og séra Þorgrímur Sigurðsson. Samþykktum síðustu prestastefnu um líknarmál var fram- fylgt eftir föngum, og segir nokkuð frá því í Kirkjuritinu. Kirkjuleg blöð og tímarit hafa komið út hin sömu sem síðast- liðið ár. Kirkjuritið kom út í níu heftum, Víðförli, eitt hefti, Bjarmi og Ljósberinn sem áður. Safnaðarblöð eru nú orðin allmörg, og má þar nefna fyrst og fremst Geisla á Bíldudal og Æskulýðsblaðið á Akureyri. Bækur um guðfræðileg efni eða eftir guðfræðinga hafa þessar komið út á synodusárinu: Trúarbrögð mannkyns eftir séra Sig- urbjörn Einarsson prófessor, Sönglagasafn séra Friðriks A. Friðrikssonar prófasts. Æviár eftir dr. Eirík Albertsson, Fyrir kóngsins mekt, sögulegur sjónleikur, eftir séra Sigurð Einars- son, Ljóðmæli eftir séra Böðvar Bjamason prófast, Ó, Jesú bróðir bezti, þýðing séra Garðars Þorsteinssonar prófasts á bók V. Pewtress: Bible stories retold for children, Skinnastaðar- kirkja í Axarfirði, aldarminning, ræður, er fluttar voru á af-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.