Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 11
SPURNINGIN 297 Því er alveg sérstaklega beint til boðenda orðsins, að þeir vakni og veki aðra, veki upp nýjan, betri tíma. En þann, sem kröfuna gerir, mætti spyrja: Viltu láta vekja þig? Það er ekki nóg, að þrá það mjög óljóst, tala um það, deila á aðra. Nei, það þarf viljaorku heils hugar, ef nokkuð á að gerast. Og þá gerist líka eitthvað, jafnvel þótt boðberar krist- innar trúar séu ekki miklir afreksmenn. Guð á sjálfur óendanlega margar leiðir að hjarta hvers manns. En þú verður að koma á móti honum. „Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.“ Það er eins og frumkvæðið þurfi að vera hjá manninum sjálfum. En vilji hann koma og leita, fær hann mikið svar við ráðgátu sinni. Auðvitað þrá allir eitthvað nýtt og betra en þeir hafa og sumir eru mjög stórhuga í breytingum sínum. En menn geta orðið broslega litlir í augum annarra, þó að þeir séu stórir með sjálfum sér, ef þeim dettur í hug, að hægt sé að taka í annan endann á tilverunni og snúa henni við. Breytingarnar eru oftast farsællegastar, þegar þær koma í hægfara, jafnri þróun. Það er gott að fara að líkt og bóndinn, sem sat kyrr heima á jörðinni sinni, þegar ættingjar hans fluttust til annarrar heimsálfu, og tók að rækta jörð sína og endur- bæta, svo að eftir nokkur ár hafði hann einnig flutt bú- ferlum á nýjan og betri stað og var þó kyrr á sama staðnum. Þeir eru innra með sjálfum þér, möguleikarnir til að gera lífið bjartara og betra og gefa því nýjan og fegurri blæ. Lestu enn einu sinni gömlu ritningarnar, gömlu sálm- versin. Lestu bænarversin þín gömlu með huga og þroska hins fullorðna manns.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.