Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 31

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 31
PRESTASTEFNAN 1955 317 en ég prédikaSi. Söngflokkur Ólafsvallasóknar söng. Aðalræðu á útisamkomu hélt dr. Richard Beck. Ennfremur talaði m. a. séra Sigurbjörn Einarsson prófessor, formaður Skálholtsfélags- ins. K.F.U.M. gekkst fyrir sumarmóti í Vatnaskógi og ýmsu kirkjulegu starfi. Sunnudaginn 5. júní s.l. var 800 ára afmælis Munkaþverár- klausturs minnzt veglega með hátíðaguðsþjónustu þar á staðn- um. Viðstaddir guðsþjónustuna voru vígslubiskupinn séra Frið- rik J. Rafnar, Akureyri, héraðsprófasturinn séra Sigurður Stefánsson, Möðruvöllum, auk sóknarprestsins séra Benjamíns Kristjánssonar. Ennfremur var viðstaddur Valdimar V. Snæ- varr, skáld á Völlum í Svarfaðardal, sem ort hafði fagran sálm vegna afmælisins og var sálmurinn sunginn við þetta tækifæri. Fyrir altari þjónuðu séra Benjamín Kristjánsson og séra Sigurður Stefánsson, sem einnig flutti prédikun, en sóknar- presturinn minntist klaustursins og ábóta, er þar störfuðu, 27 að tölu, í sérstöku erindi. Sörigflokkar Munkaþverárkirkju og Glerárþorps önnuðust kirkjusöng með mikilli prýði undir stjórn Áskels Jónssonar. Öll var þessi athöfn hin hátíðlegasta. Stað- urinnurinn var fánum skreyttur og kirkjan prýdd blómum. Aðalhvatamaður þess, að hátíðin var haldin, var séra Benja- mín Kristjánsson, og á hann miklar þakkir skyldar fyrir það. Erindi hans birtist í Kirkjuritinu. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags var haldinn í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 17. nóvember, og er skýrt frá honum í janúarhefti Kirkjuritsins. Rétt er að geta þess sérstaklega, að Ingibjörg Ólafsson, sem þá var kosinn heiðursfélagi, hefir mjög greitt götu félagsins í Englandi. Hefir nú tillag þess til Hinna sameinuðu Biblíufélaga verið lækkað niður í £ 10 á ári, en það var áður óeðlilega hátt. Prentun Nýja testamentisins með stóru og skýru letri er þegar hafin, og annast h.f. Leiftur hana með góðum kjörum fyrir félagið. Ætlunin er sú, að bókin komist í bókaverzlanir um land allt fyrir jól og verði seld í góðu bandi við vægu verði. Mun þá bætt úr hinni brýnustu þörf. Fjársafnanir á Biblíudaginn, annan sunnudag í níu vikna föstu, 13. febrúar, gengu betur en í fyrra, og söfnuðust alls um 6500 kr. Þakka

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.