Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 39
PRESTASTEFNAN 1955 325 ingur, skrifstofustjóri. Verða útdrættir úr framsöguræðum þeirra birtir hér í ritinu. Að þeim ræðum loknum var málinu frestað og kosin nefnd til þess að athuga það, þeir dr. Magnús Jónsson, séra Sveinn Víkingur, séra Gunnar Gíslason, prófessor Magnús Már Lárus- son, séra Benjamín Kristjánsson og séra Þorgrímur Sigurðsson. Næsta dag var málinu fram haldið. Lá fyrir tillaga frá nefnd- inni, er var samþykkt óbreytt og er birt hér á eftir meðal ann- arra álýktana. Til máls tóku margir og voru að einum undan- teknum sammála um nauðsyn málsins. Greiddi einn atkvæði gegn tillögunni. í nefnd, er vinna skal með biskupi að fram- gangi málsins, voru kosnir dr. Magnús Jónsson, séra Sveinn Víkingur og séra Jakob Jónsson. Útvarpsfyrirlestrar og fréttaauki. Að kvöldi fyrsta dags flutti séra Pétur Sigurgeirsson út- varpserindi: Kristilegt æskulýðsstarf. Annað kvöld prestastefn- unnar flutti dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup útvarpserindi: Reynsla í sálgæzlu. Það sama kvöld var í fréttaauka birt viðtal um prestsstarfið við einn af eldri prestunum, séra Jakob prófast Einarsson á Hofi, og einn af þeim, sem eru að hefja prestsstarf, séra Sigurð Hauk Guðjónsson. Morgunbænir. Annan fundardag flutti séra Þorsteinn Gíslason prófastur í Steinnesi morgunbænir, og síðasta daginn séra Jón ísfeld á Híldudal. Störf Skálholtsnefndar. Að morgni annars dags flutti prófessor Magnús Már Lárus- s°n skýrslu um störf Skálholtsnefndar og lýsti væntanlegum framkvæmdum þar á staðnum, svo og áætluðum kostnaði við byggingar og aðrar verklegar framkvæmdir. Frumvörp. Biskup las tvö frumvörp. Var annað um vígslubiskupa, samið af nefnd Prestafélags Suðurlands. Skulu þeir sitja í Skálholti °S að Hólum og er ætlað að framkvæma ýmis biskupsverk.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.