Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 18

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 18
304 KIRKJURITIÐ sinnaskiptum og göfgast við trúna á Guð sem fullkom- inn og einskæran kærleika. Stjórnmálamennirnir megna ekki að gefa frið á jörðu og kirkjan ekki heldur, nema boðskapur hennar hreinsi og göfgi bæði hug og hjarta. Vilji kirkjan bæta heiminn, verður hún að byrja á sjálfri sér. En trúin er sá frumkraftur með mönnum af öllum þjóð- um, að gagntaki hún þá algerlega, þá mun hún í Jesú nafni geta unnið afrek á jörðu meiri en nokkru sinni fyrr.“ Frélsi kirkjunnar, eining og máttur á að vera hugsjón vor allra, er vér helgum líf og starf. 1 samræmi við það hefi ég valið höfuðviðfangsefni þess- arar prestastefnu: Kirkjuþing fyrir þjóðkirkju fslands. Fyxir hálfri öld hófu beztu menn kirkjunnar sókn í þágu þess málefnis, sannfærðir um það, að blessun mundi af hljótast fyrir kirkjuna. Hún myndi sjálf ráða meir sínum eigin málum, læra betur að samstilla krafta sína og efl- ast við samvinnu leikmanna og presta. Enn hníga að þessu máli hin sömu rök og þau jafnvel enn skýrari. Því að aldrei hefir verið Ijósari en nú þörf þess að kveðja leikmenn til kirkjulegra trúnaðarstarfa. En við einbeitt starf vex jafnan áhugi og kraftur. Störfum, bræður, í kærleiksanda fyrir kirkjuna, móður vora. Það varðar mestu — öllu. Ég átti nýlega tal við háaldraðan mann, sem um fjölda ára hafði starfað í þjónustu kirkjunnar, en nú loks látið af störfum, þrotinn að heilsu og kröftum. Hann talaði um störf sín á liðnum árum af brennandi áhuga og að síðustu sagði hann þessi orð með mestum áherzluþunga, svo að ég mun aldrei gleyma: „Ég elska allt, sem kirkj- an á.“ Já, greypum þau fast í hug, hver og einn: Ég elska allt, sem kirkjan á. Frelsi, eining, þrótt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.