Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 30
316 KIRKJURITIÐ fellskirkju sunnudaginn 13. marz og Innri-Njarðvíkur og Kefla- víkurkirkjur sunnudaginn 12. júní. Mun ég ef til vill síðar skýra nánar í Kirkjuritinu frá vísitazíu minni í Kjalarnessprófastsdæmi að henni lokinni. En sömu ágætu viðtökurnar á ég þar að þakka prestum og söfnuðum. Dagana 22. nóvember til 5. desember var ég í utanför til stjórnarfundar í Kirknasambandi Norðurlanda og aðstoðar við biskupsvígslu í Uppsölum, og vísa ég í því sambandi til greinar minnar í janúarhefti Kirkjuritsins. Er ég nú þetta árið for- maður sambandsins og verð að forfallalausu að fara til stjórn- arfundar í Borgá í Finnlandi í lok ágústmánaðar. Erkibiskup Finna bauð okkur hjónunum til hátíðahalda í Finnlandi á níu alda afmæli kristninnar þar 18. til 19. maí. En boðinu seinkaði svo af völdum verkfallsins, að við gátum ekki þegið það. Sendi ég erkibiskupi ávarp til kirkju Finnlands frá kirkju íslands. Af kirkjulegum fundum má einkum nefna tvo aðalfundi Prestafélags íslands. Var hinn fyrri haldinn 24. júní og hefir skýrsla um hann birzt í okt. til nóv. hefti Kirkjuritsins. Síðari fundurinn var haldinn í gær og var aðalmál hans launakjör presta. Stjórn félagsins skipa nú: Séra Jakob Jónsson, formaður. Séra Jón Þorvarðsson, prófastur. Séra Sigurbjörn Einarsson, prófessor. Séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur. Séra Sveinbjörn Högnason, prestur. Deildir Prestafélagsins hafa einnig haldið aðalfundi sína, og er skýrt frá þeim í Kirkjuritinu. „Samtök presta og lækna“ héldu aðalfund sinn 22. júní f. á. og var stjórnin öll endurkjörin. En hana skipa: Séra Magnús Guðmundsson, formaður, Alfreð Gíslason læknir, varaformaður, séra Þorsteinn L. Jónsson, ritari, séra Jakob Jónsson, Ezra Pétursson læknir, féhirðir, og Kristján Þorvarðarson læknir. Fyrirlestrar voru haldnir á flestum deildarfundum Prestafélags- ins um mál, er varða samstarf presta og lækna. Fluttu hvorir tveggja, prestar og læknar. Skálholtshátíð fór fram að viðstöddu fjölmenni sunnudaginn 18. júlí. Hún hófst með guðsþjónustu í Skálholtskirkju. Við dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup þjónuðum báðir fyrir altari,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.