Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 42
328 KIRKJURITIÐ bókar. Úrval þetta verði sent öllum prestum til athugunar og umsagnar á komandi vetri, og síðan borið fram á næstu presta- stefnu. Æskulýösstarf. Prestastefna íslands 1955 telur æskilegt, að þjóðkirkjan helgi einn dag á ári hverju sérstaklega boðun krist- innar trúar meðal æskulýðs landsins. Felur hún biskupi að at- huga nánar tilhögun þessa að öðru leyti. Varaprestur. Prestastefnan mælir hið bezta með frumvarpi því um varaprest, er borið var fram á síðasta alþingi, og æskir þess, að það nái fram að ganga. Morgunútvarp. Jafnframt því sem prestastefnan lýsir ánægju sinni yfir þeirri ráðstöfun útvarpsráðs að láta morgundagskrá útvarpsins hefjast með morgunbænum dag hvern, beinir hún þeim tilmælum til ráðsins, að það hlutist til um, að sunginn verði sálmur eða vers á undan og eftir ritningarorðunum, svo að styðjast megi við þessa athöfn við morgunsöng í skólum, þar sem enginn organisti er til að leiða sönginn. Ennfremur mælist prestastefnan til þess, að útvarpið taki upp sem sérstakan dagskrárlið, einu sinni í viku, kennslu í sálmasöng, þar sem vakin er athygli á fögrum sálmalögum og þau sungin þar og kynnt eftir föngum. BisJcupskjör. Prestastefnan telur æskilegt, að lögunum um biskupskjör verði breytt í þá átt, sem frumvarp það, er fyrir prestastefnunni liggur, vísar, en óskar jafnframt eftir því, að frumvarpið verði sent prestum landsins til nánari athugunar og umsagnar. Kirkjubyggingasjóður. Þar sem reynslan sýnir þegar, hve lánsþörf úr kirkjubyggingasjóði er mikil og verksvið hans hefir jafnframt verið fært út, þá leyfir prestastefnan sér að skora á alþingi, að hækka framlag til sjóðsins um 500 þúsund krónur á ári. Raforka til kirkna. Prestastefnan telur það nauðsynlegt, að kirkjur fái að njóta sem beztra kjara við innlagningu heim- taugar og notkun raforku til hita og ljósa. Kirkjuítök. Prestastefnan vottar eindregið fylgi sitt við

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.