Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 9
SPURNIN GIN 295 við segjum þó, að við lifum í kristnu þjóðfélagi, misjafn- lega vel kristnu að vísu, en hverjir eru þessir heiðnu menn? Er ég leitast við að svara þessari spurningu, ætla ég ekki að binda mig við þá skýringu, að þar velti á því, hvort einhver maður er skírður til kristinnar trúar eða ekki, heldur vil ég hafa aðgreininguna eins róttæka og ég get framast hugsað mér hana. Heiðinn maður er sá, sem ekki aðeins afneitar Guði og tilveru hans, heldur einnig lifir lífi sínu utan við áhrif þau, sem kristindómurinn hefir á samfélag það, sem hann lifir í, svo að hann sé þar hvorki þiggjandi né veitandi, óháður kristinni trú og kristnum siðum. Vafalaust eru til þeir menn, sem afneita allri trú, að minnsta kosti í orði. Reyndar er ástæða til að ætla, að orð þeirra og jafn- vel stóryrði séu munnfleipur eitt, því að þegar á reynir, fer af þeim stórlætið mörgum hverjum. Hugsanlegt er líka, að til séu menn í kristnu þjóð- félagi, sem vilja lifa utan við kristnar siðareglur, telja beinlínis æskilegra að vera þeim óháðir í lífi sínu. Á ég ekki við þá, sem verða þeir ólánsmenn að brjóta lög landsins. Þeir eru oft síður en svo verri en hinir, sem heita góðir borgarar og hafa aðstöðu til að láta að sér kveða í þjóðfélaginu í ræðu og riti. En séu til slíkir trúleysingjar og siðleysingjar, sem nieina það, sem þeir segja og gera, þá er hitt fullvíst, að þeir vilja njóta sjálfir alls þess góða, sem kristin menning hefir að bjóða, jafnvel eru sennilega engir kröfuharðari en þeir. Það er í samræmi við eðli þeirra og innræti. Með þessu sanna þeir það, sem þeir vildu afsanna, að kristin trú á þær æðstu hugsjónir, sem maðurinn getur hugsað sér að keppa að og lifa í samræmi við. Það vantar aðeins samræmið í að vilja njóta og hins að vilja sjálfur framkvæma.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.