Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 14
300
KIRKJURITIÐ
Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, það að vér
erum synir kirkjunnar og þjónar. Vinnum móður vorri
allt það, er vér megum.
Vinnum að frélsi hennar.
Sterk öfl þessa heims leitast við að leggja hana í læð-
ing. Sums staðar með beinum ofsóknum. Skelfilegastar
eru þær nú í Kína. Kvalir og dauði vofa daglega yfir
kristnum velgjörðarmönnum þjóðarinnar. Árið 1948 voru
þar fjögur þúsund trúboðar frá kaþólsku kirkjunni. Nú
eru þeir aðeins fjögur hundruð og fjöldi kirkna og guðs-
þjónustuhúsa er felldur í rústir.
Enn fastar sækir á heiðinn hugsunarháttur, sem kirkjan
á hvarvetna sambýli við. Hann telur kristnina vera leifar
gamallar hjátrúar og hindurvitna, óframkvæmanlega og
stundum beinlínis hættulega — deyfilyf fyrir fólkið. Ekk-
ert sé eftirsóknarvert annað en völd, peningar, frægð,
þægindi, skemmtanir.
Og heimslundin hefir jafnvel snortið kirkjuna svo djúpt,
að hún hefir beitt vopnum heimsins og þráð að eignast
með þeim hætti öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. En
allt hefir þetta orðið henni fjötur um fót.
Fyrir því hafa ýmsir talið það eina ráðið fyrir kirkjuna
að hverfa aftur í katakomburnar — andlega talað — og
bíða þess, að stormviðrin líði hjá og heimurinn læri það
af þungri reynslu að hlusta á gleðiboðskapinn. En þetta
er hið versta ráð hræðslu og hugleysi, því að vera má,
að ofviðrinu linni ekki og heimurinn verði engu fúsari
nú til þess að hlýða á fagnaðarerindið.
Menn kirkjunnar verða að ganga fram djarflega og
berjast fyrir frelsi hennar með þeim eina hætti, sem leitt
getur til sigurs. En hann er sá, að bera fram fagnaðar-
erindi Jesú Krists í orði og verki af fullri einurð og fóm-
fýsi og öruggri trú á það, að framar beri að hlýða Guði
en mönnum.
Þetta er frumskyldan við móður vora og jafnframt við
sjálfa oss, því að kirkjan er samfélag kristinna manna.