Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 25
PRESTASTEFNAN 1955 311 nessprófastsdæmi frá 1. júní, og býð ég þá velkomna í flokk Prófasta landsins. Enn þarf að kjósa prófasta í fjórum prófastsdæmum og þjóna settir prófastar þremur þeirra. Þann stutta tíma, sem ég hefi gegnt biskupsembætti, höf- um vér orðið að kveðja sjö af próföstunum, eða þriðjung allra prófasta landsins. Svo hraðfara geta breytingar lífsins orðið. í guðfræðisdeild Háskólans varð sú breyting á, að Þórir Kr. Þórðarson guðfræðikandidat var skipaður dósent 1. október, en séra Guðmundur Sveinsson á Hvanneyri lét af kennslu. Úr deildinni útskrifaðist í janúarmánuði Þorleifur Kjartan Kristmundsson einn. En í vor: Hannes Guðmundsson, Ólafur Skúlason og Tómas Guðmundsson. Einn guðfræðingur hefir verið ráðinn til þess í sumar að starfa með presti og fá þannig reynslu í prestsstarfi. Er það Guðmundur Þorsteinsson, sem starfar með föður sínum, séra Þorsteini prófasti Gíslasyni í Steinnesi. Óveitt eru fjórtán prestaköll: 1. Hofteigsprestakall í Norður-Múlaprófastsdæmi. Því þjónar sóknarpresturinn að Kirkjubæ í Hróarstungu. 2. Hof í Örœfum í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi, sem sókn- arpresturinn að Kálfafellsstað þjónar. 3. Fellsmúli í Rangárvallaprófastsdæmi, sem sóknarprestur- inn að Kirkjuhvoli þjónar. 4. Þingvallaprestakall í Árnessprófastsdæmi, og þjóna því sóknarprestarnir að Mosfelli í Grímsnesi og Mosfelli í Mosfellssveit. 5. Brjánslœkjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi. Því þjónar sóknarpresturinn í Flatey. 6. Hrafnseyrarprestakall í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi. Því þjónar áfram settur prestur, séra Kári Valsson. 7. Ögurþing í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi. Þeim þjónar settur prestur, séra Rögnvaldur Jónsson. 3- Staöarprestakall í Grunnavík í Norður-ísafjarðarprófasts- dæmi. Því þjónar sem settur prestur, séra Stefán Lárusson. 9- Vatnsfjarðarprestakall í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi. Því þjóna sóknarprestarnir að ísafirði og í Ögurþingum. ■^9- Tjarnarprestakáll á Vatnsnesi í Húnavatnsprófastsdæmi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.