Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 47
Séra Matthías Eggertsson NÍRÆÐUR Séra Matthías Eggertsson, sem oftast hefir verið kenndur við sitt langa og mikla prestsstarf í Gríms- ey, er fæddur 15. júní 1865 á Mela- nesi á Rauðasandi. Hann er sonur Eggerts Jochumssonar kennara og sýsluskrifara, bróður séra Matt- híasar skálds og konu hans Guð- bjargar Ólafsdóttur frá Rauðanúpi á Langadalsströnd. Hann varð stúdent úr latínuskól- anum í Reykjavík 1883. Fetaði þá fyrst í fótspor föður síns og gerð- ist barnakennari á ísafirði og sýsluskrifari 1883—1885. En eftir það gekk hann í prestaskólann og varð kandidat þaðan 1888. Prestur var hann í Helgastaðaprestakalli í Suður-Þingeyjarsýslu 1888—1905, er honum var veitt Gríms- eyjarprestakall. Sat að Miðgörðum í Grímsey og gegndi þessu af- skekkta og sérkennilega prestakalli til 1936, er hann lét af em- bætti, kominn yfir sjötugt. Gegndi hann þá jafnframt stundum skólastjórastarfi í eynni og var um 30 ára skeið sýslunefndar- maður. Má nærri geta, hve mikið þessi vel gefni og þrekmikli maður hefir mótað líf sóknarbarna sinna á þessum langa starfsferli. Er það og ærin mannlýsing eitt út af fyrir sig, að hann skyldi ekki yfirgefa þetta afskekkta kall, og þykjast hafa goldið torfa- lögin eftir nokkurra ára starf, heldur þola þar súrt og sætt með hjörð sinni meðan kraftar entust. Kona séra Matthíasar var Guðný Guðmundsdóttir frá Svert- ingsstöðum í Kaupvangssveit og eignuðust þau 8 syni og 6 dætur. Séra Matthías hefir safnað miklu af sögulegum fróðleik og á mikið safn blaða og annarra bóka. Hann mun vera næst elztur vígðra manna á íslandi. Óskar Kirkjuritið honum blessunar á æfikvöldi hans. Séra Matthías Eggertsson M.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.