Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 37
PRESTASTEFNAN 1955 323 mælishátíð hennar 8. ágúst, eftir séra Pál Þorleifsson, séra Friðrik A. Friðriksson prófast, Þórarin Eldjárn, hreppstjóra á Tjörn, og séra Benjamín Kristjánsson, Guð leiðir þig, kristin fræði handa ungum börnum eftir Valdimar Snævarr skóla- stjóra, Um Grafarkirkju, eftir Kristján Eldjárn Þórarinsson þjóðminjavörð og Hirðisbréf til presta og prófasta á íslandi. Þessir prestar áttu merkisafmæli á synodusárinu: Séra Jónmundur Halldórsson varð áttræður 4. júlí. Séra Jón Guönason skjalavörður átti 65 ára afmæli 12. júlí. Séra Björn O. Björnsson, prestur að Háli í Fnjóskadal, varð sextugur 21. janúar. Séra Jón Auöuns dómprófastur varð fimmtugur 5. febrúar. Séra Siguröur Norland, prestur í Tjarnarprestakalli, varð sjötugur 16. marz. Séra Jón Brandsson, fyrrum prófastur á Kollafjarðarnesi, varð áttræður 24. marz. Séra Lárus Arnórsson, prestur að Miklabæ í Skagafirði, varð sextugur 29. apríl. Séra Bergur Björnsson, prófastur í Stafholti, varð fimmtugur 9. maí. Séra Jón M. Guöjónsson, prestur á Akranesi, varð fimmtugur 31. maí. Séra Matthías Eggertsson, fyrrum prestur í Grímsey, varð níræður 15. júní. í þessu sambandi vil ég geta þess, að séra Friðrik Friðriks- son dr. theol. átti 87 ára afmæli 25. maí, og var þess minnzt ftteð þeim hætti, að eirlíkan af honum var reist við Lækjar- götu. Er það fagurt listaverk, gjört af Sigurjóni Ólafssyni. Það er mjög sjaldgæft, að mönnum sé reist slík stytta í lif- ar>da lífi, og er það fögnuður öllum vinum séra Friðriks, að honum skuli hafa hlotnazt þessi mikli heiður. í nafni kirkjunnar flyt ég þessum mönnum beztu árnaðar- óskir og þakkir fyrir störf þeirra. Synodusskýrslu minni er nú lokið að öðru en því, að ég mun síðar skýra frá starfsskýrslum presta. Margt hlýtur að sjálfsögðu að hvíla í þagnargildi. Sú venja hefir komizt á síðustu árin, að skýrslu biskups á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.