Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 50
336
KIRKJURITIÐ
var slíkt hljóðfæri þá aðeins til í Dómkirkjunni í Reykjavík.
En fyrir þremur árum var kosin 6 manna nefnd, er tók að sér
að vinna að því að afla fjár til kaupa á nýju hljóðfæri til
kirkjunnar. Adolf Björnsson bankafulltrúi var formaður nefnd-
arinnar. — Fyrsti organleikari kirkjunnar var Friðrik Bjarna-
son tónskáld, en eftirmaður hans Páll Kr. Pálsson.
Sunnudaginn 3. júlí var hið nýja orgel vígt við hátíðarguðs-
þjónustu í kirkjunni, en á eftir bauð sóknarnefnd öllum kirkju-
gestum til kaffidrykkju í Alþýðuhúsinu.
Hið nýja orgel Hafnarfjarðarkirkju er með 30 raddir, sem
skiptast þannig: Fótspil 7. Aðalverk 9. Skápverk 8 og krón-
verk 6 (alls 30) raddir.
Öll smíði orgelsins er hin fullkomnasta, stöðugleiki og ending
efnis á að vera í bezta lagi.
Orgelið er smíðað í verksmiðjum Walckers í Ludwigburg í
Suður-Þýzkalandi. Verksmiðja þessi, sem er stofnuð árið 1781,
er ein stærsta og þekktasta orgelverksmiðja heims.
Þýzkur maður, Paul Mund, hefir sett orgelið upp, en hann
er snjall í sinni grein. Er vandað til uppsetningar orgelsins í
hvívetna. Má segja, að orgelið sameini alla beztu kosti þýzkra
og brezkra orgela. — í orgelinu eru 2200 pípur, þær stærstu
eru 2,80 metrar. Minnsta tónlengd er 12 mm.
★
Prestskvennafundur fyrir Norðurlönd næsta ár.
Calina Fuglsang-Damgaard biskupsfrú hefir boðið íslenzkum
prestskonum til prestskvennafundar fyrir Norðurlönd, er hald-
inn verður að forfallalausu að Nyborg Strand á Fjóni 11.—14-
september 1956.
Ef einhverjar prestskonur hér á landi skyldu hugsa sér að
sækja fundinn, eru þær beðnar að láta frú Steinunni Magnús-
dóttur, Laufásvegi 75, Reykjavík, vita um það.
KIRKJURITIÐ
kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00.
Afgreiðsla hjá Elízabet Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.