Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 33
PRESTASTEFNAN 1955 319 Kirkjuritsins, og verður hér látið nægja að vísa til hennar. En mörg rit og ritlingar hafa þegar verið samin um þingið. Varðar nú mestu kirkjudeildirnar, að þeim auðnist að vaxa saman og láta öll ágreiningsatriði þoka til hliðar fyrir einkavon heimsins, Jesú Kristi, Guðs syni og frelsara mannanna. Séra Pétur Magnússon sat þing þetta um skeið, ennfremur Kristján Búason stud. theol. og Þórir Kr. Þórðarson dósent. Á leiðinni til Evanston heimsóttu nokkrir fulltrúar ung- mennasamtakanna ísland, dagana 15.—19. júlí. Meðal þeirra var formaður samtakanna, ungfrú Fraser. Af öðrum erlendum gestum, sem hafa heimsótt kirkju vora, vil ég einkum nefna: Séra Bengt-Thure Molander, framkvæmda- stjóra Alkirkjuráðsins í Genf, dr. Paul Empie, forystumann Lúterska heimssambandsins í Vesturheimi og sex sænska full- trúa námsflokka sænsku kirkjunnar. Var meðal þeirra vara- formaður þeirra, séra Thorsten Áberg lýðháskólakennari, og framkvæmdastjóri, séra Gösta Herthelius. Yfirleitt er sambandið að verða nánara með kirkju íslands og Lúterska heimssambandinu og Alkirkjuráðinu, og tekur nú kirkja íslands þátt í hjálparstarfinu fyrir bágstadda flóttamenn á Sýrlandi og Gyðingalandi. Fór fram fjársöfnun í því skyni í kirkjum landsins sunnudaginn 21. nóvember, og auk þess bár- ust nokkrar fleiri gjafir. Alls söfnuðust kr. 76038.26, og flyt ég landslýð öllum alúðarþakkir fyrir drengilegar og skjótar undirtektir, sem ég tel þjóðinni til mikils sóma. Ég keypti hjá h.f. Lýsi um fjórar smálestir af meðalalýsi, eins og lofað hafði verið, að gjört yrði á íslandi að þessu sinni. En h.f. Lýsi tók sjálft þátt í gjöfinni með því að selja lýsið aðeins á kr. 18592,67. Áf samskotafénu eru því eftir lagðar í sparisjóðsbók kr. 57445.59, og mun þeim verða varið til lýsiskaupa næstu haust. Sendingin komst með beztu skilum á ákvörðunarstað. Enn vil ég nefna fjársöfnun til Ekknasjóðs íslands, sem fór fram, eins og síðastliðið ár, annan sunnudag í marzmánuði. Fram til síðustu áramóta höfðu safnazt í sjóðinn 28771.73 kr. Nú söfnuðust 18113.64 kr. Alls er sjóðseignin 45981.83 kr. Barnaheimilissjóður Þjóðkirkjunnar hefir eflzt nokkuð á ár- inu, og verður gefin um hann sérstök skýrsla síðar á presta- stefnunni af formanni barnaheimilisnefndar. Fjárveitingar til kirkjumála á 14. gr. fjárlaga 1955 hafa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.