Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.08.1955, Blaðsíða 19
PRESTASTEFNAN 1955 305 Yfirlitsskýrsla biskups. Að venju fyrirrennara minna mun ég nú flytja skýrslu um starf og hag kirkju íslands á liðnu synodusári. Vér höfum átt á bak að sjá 6 prestum úr flokki vorum. Séra Jónmundur Halldórsson, prestur að Stað í Grunnavík, andaðist 9. júlí, fimm dögum eftir áttræðisafmæli sitt, og hafði þá nýfengið lausn frá prestsskap. Hann var aðstoðar- Prestur í Ólafsvík 1900—1902, prestur að Barði í Fljótum 1902—1915 og í Mjóafirði síðan nokkra mánuði. Vorið 1916 varð hann prestur að Stað í Grunnavík og þjónaði því presta- kalli óslitið til fardaga 1954. Hann var þannig orðinn júbíl- prestur. Hann gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, var meðal annars sýslunefndarmaður í 40 ár. Hann kvæntist árið 1900 Guðrúnu Jónsdóttur, bónda í Eyrar- Uppkoti í Kjós, og eignuðust þau 7 börn. Séra Jónmundur var í engu meðalmaður. Hann var manna mestur vexti og sterkastur og ágætlega íþróttum búinn. Þrek hans var frábært, að hverju sem hann gekk. Hann lét hag sóknarbarna sinna mjög til sín taka og var forustumaður í félagsmálum þeirra og framfara. Búhöldur góður og hjálp- samur öðrum. Hann setti mjög svip á sveit sína, og mun það honum einkum að þakka, að enn er Grunnavík í byggð. Prédik- arahæfileika mun hann hafa haft góða, enda var hann — sér- staklega á efri árum — tilþrifamikill og sérkennilegur rit- höfundur. Séra Eiríkur Helgason, prófastur í Bjarnanesi, lézt 1. ágúst. Hann var fæddur 16. febrúar 1892. Hann var prestur í Sand- fellsprestakalli í Öræfum 1918—1931 og í Bjarnanesi 1931— 1942 og 1943—1954. Auk þess þjónaði hann um skeið hinum Prestaköllunum í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi og öllum þeim nokkra hríð. Ennfremur Berufjarðarsókn. Hann var prófastur frá 1944. Stjórnmál lét hann nokkuð til sín taka og var í fram- boði til Alþingis. Hann kvæntist 1918 önnu Elínu Oddbergs- dóttur, verkamanns í Reykjavík. Áttu þau 5 börn. Séra Eiríkur var vinsæll og vel metinn prestur, enda prédik- ari góður og hafði fagra söngrödd. En meir mun þó hafa valdið samhugur hans með öllum, er bjuggu við bágindi og erfiðleika, eða voru minni máttar. Bræðralagshugsjónin var 20

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.