Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 4
Ljós jólanna
Og Ijósið skín í myrkrinu, og myrkrið
hefir ekki tekið á móti því. — (Jóli. 1. 5).
Þetta eru orð, sem aldrei fyrnast heldur eru eilíf ung, eilíf
sönn, eilíf ný. í þeim er fólginn í senn stærsti fagnaðarboðskap-
ur og hryggilegasta harmsaga veraldarinnar, fagnaðarboðskap-
ur, sem hafinn er yfir stund og stað, gæddur eilífu eðli og eilífum
mætti, og harmsaga, sem ekki aðeins gerðist á ákveðnum stað og
stundu, sem er löngu liðin, heldur er að gerast enn í dag og
snertir hvern einasta hugsandi mann. Og því er það, að þessi
orð hafa verið, eru og verða íhugunarefni hverrar einustu jóla-
hátíðar.
Jesús Kristur, hann, sem fæddist í myrkri hinnar fyrstu jóla-
nætur í fjárhúsinu á Betlehemsvöllum, hann var ekki aðeins
ljós heimsins, hann er það Ijós enn í dag. Frá honum stafar eilíf
birta. Og við það ljós eygjum við þetta þrennt: föðurkærleika
Guðs, takmark okkar eigin lífs og þá von, sem veitir okkur veik-
um djörfung og styrk.
Ég ræði ekki hér um gildi þessa hvers um sig. Það er óþarft
að segja blóminu frá gildi sólskinsins á sumarmorgni. Það segir
miklu betur frá því sjálft, þegar það brosandi breiðir blöð sín
og krónu við birtu og yl. Sennilega finnum við þetta þó átak-
anlegast og skýrast, ef við hugsum okkur þann möguleika, að
ljósið hefði aldrei verið kveikt, að við ættum engin jól, að birtan
frá Kristi, kenningu hans, lífi, starfi, fórn og upprisu hefði aldrei
ljómað yfir dapran heim.
„Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti
því“. Er þetta ekki undarlega að orði komizt? Hljómar það ekki
eins og fjarstæða, að myrkrið taki ekki á móti ljósinu? Er ekki
reynslan búin að margsanna okkur yfirburði ljóssins og sigur
þess yfir myrkrinu? Ekki getur myrkrið slökkt Ijósið. Þvert a