Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 5
LJÓS JÓLANNA
443
móti, það skín því skærar, sem myrkrið er svartara. Þegar við
komum inn í myrkt herbergi og styðjum á kveikjarann og raf-
ljósin eru í lagi, þá verður glóandi bjart í stofunni. Þar er ekkert
,,ef“ eða „en“. En ertu nú alveg viss? Það er hvergi myrkur á
yfirborðinu. En það kann að vera myrkur undir stólnum eða
á bak við skápinn. Og það er svartamyrkur niðri í kommóðu-
skúffunni. Stofan er öll í Ijósinu nema þar, sem eitthvað skyggir
á. Þar er myrkrið. Það skýlir sér æfinlega á bak við eitthvað.
Það er í felum.
í einu af sínum áhrifamestu kvæðum segir Einar Benedikts-
son:
„Ljósherrann breiðir á lífsins brautir
liljuprýði og eikarþrótt, —
en myrkrið felur sig helkalt og hljótt
í hjarta mannsins, með nagandi þrautir.“
Þetta er hin mikla harmsaga. Þrátt fyrir hina dýrðlegu yfir-
burði ljóssins, þá á myrkrið þetta úrræði að fela sig, skýla sér
á bak við einhvern vegg og komast þannig hjá því að taka á
móti ljósinu, hversu skært sem það er. Það verður ekki bjart
1 myrkum hug mannsins fyrir það eitt, að hann kveikir ljós í
stofunni í kring um sig. Þá væri auðvelt, mér liggur við að segja
°f auðvelt, að vinna bug á myrkri mannlegra þjáninga og hug-
arangurs.
Jólaguðspjallið segir frá því, að hina fyrstu jólanótt hafi fjár-
hirðar verið úti í haga hjá Betlehem og gætt þar um nóttina
hjarðar sinnar. „Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drott-
ms ljómaði í kring um þá, og urðu þeir mjög hræddir." Dýrð
Drottins ljómaði í kring um þá, en ekki í sál þeirra og hug. Þar
var myrkur. Þess vegna urðu þeir hræddir. Það var ekki fyrr
en þeir heyrðu englasönginn hljóma og fagnaðarboðskapurinn
naði að snerta sál þeirra, að ljósið tendraðist í þeim sjálfum
°g þeir sneru fagnandi til fjárhússins, þar sem nýfætt Jesú-
bamið hvíldi, „til þess að sjá þennan atburð, sem orðinn er og
Drottinn hefir kunngjört oss.“
í fullar 19 aldir hefir Ijós Frelsarans logað í myrkri þesearar