Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 6

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 6
444 KIRK JUBITIÐ köldu veraldar. Og í allar þessar aldir hafa þjónar hans reynt að bera þetta ljós úr einu landi til annars. Vafalaust hefir þeim tekizt þetta vandasama en veglega hlutverk misjafnlega vel. Stundum hefir það helzt til mikið verið byrgt í blæjum dogma og fræðikenninga. Einstöku þjónn kann að hafa skyggt sjálfur á það að einhverju leyti, af gáleysi þó fremur en ásetningi. Eigi að síður eigum við þeim í heild mikið að þakka. Og af mistök- unum eigum við sjálfir að læra, en ekki að láta okkur nægja það eitt að kveða yfir þeim harðan dóm. „Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.“ Það er hið mikla fagnaðarefni og gleði- boðskapur, einnig um þessi jól, að ljósið skín í myrkrinu“, log- ar enn, lýsir enn, vermir enn. Og Guði sé lof fyrir það, að frá því Ijósi hafa kynslóðirnar hlotið ómetanlega blessun, kraft og hugg- un. Þ. e. a. s. þeir, sem tóku á móti því, leyfðu því að streyma inn, lýsa myrkrið og verma og ylja eigin hug og hjarta. Að þessu sinni skín ljós jólahátíðarinnar yfir myrka jörð og dapurt og kvíðandi mannkyn, vonsvikið á marga lund. Þrátt fyrir alla sína veraldarvizku, tækni og framfarir hefir því ekki tekizt að finna hamingjuna eða hið sanna frelsi, ekki einu sinni heppnazt að bægja á burtu skorti brýnustu lífsnauðsynja og óttanum um að verða rænt frumstæðustu mannréttindum. Við erum hrædd og kvíðandi eins og fjárhirðarnir forðum. Að vísu stendur engill jólanna hjá okkur og dýrð Drottins ljómar í kring um okkur nú eins og þá. En við erum hrædd vegna þess, að við erum ekki sjálf nægilega opin fyrir ljósinu af hæðum, myrkrið hefir ekki tekið á móti því, heldur felst það í leynum hugans „hel- kalt og hljótt með nagandi þrautir.“ Við köllum jólin „ljóssins hátíð“, og það er rétt. En liversu margir eru þeir, sem þá láta sér nægja, með aðstoð aukninnar tækni, að kveikja sem flest og skærust Ijós í kring um sig eða hyggjast að skapa sér hátíð með lostætum mat, ljúffengu víni eða glingri úr búðunum, sem oft gengur langt úr öllu skynsamlegu hófi. Þetta er rangt. Þetta út af fyrir sig skapar engin jól, jafn- vel oft hið gagnstæða. Þessi dýrð er hverful. Hún ljómar aðeins í kring um okkur og varir stutta stund. Ef þú vilt eignast jól, — og ég vona að þú viljir það — þá skalt

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.