Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 11

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 11
FRANS FRA ASSISI 449 er yður skylt að lofsyngja Honum ævinlega og alls staðar. Því að Hann hefur veitt yður frelsi til að fljúga í allar áttir og þar að auki tvenns konar, já, þrenns konar skrúða. Hann varðveitti sæði yðar í örk Nóa, svo að tegund yðar dæi ekki út í heiminum. Verið Honum og þakklátar fyrir loftið, sem hann hefir útvalið sem heimkynni yður til handa. Hvorki sáið þér né uppskerið, en Drottinn Guð fæðir yður og gefur yður fljótin og lindirnar yður til svölunar. Hann veitir yður fjöll og dali til hælis og lætur yður hávaxin trén í té, svo að þér getið byggt þar hreiður yðar. Og þótt þér kunnið hvorki að spinna eða sauma, þá lætur Drott- inn aldrei af að klæða yður og börn yðar. Slíka ást hefir Skapar- inn á yður, að Hann veitir yður svo margar og miklar velgerðir. Systur mínar, varizt því synd vanþakklætisins en verið jafnan kostgæfnar við að lofa Guð.“ Þegar Frans helgi mælti þessi orð, fóru allir fuglarnir að opna gogginn, teygja fram álkurnar og baða vængjunum. — Beygðu þeir höfuð sín í djúpri lotningu niður til jarðar og með tilburðum og söngvum létu þeir skýrt í ljósi, að orð vors helga föður höfðu veitt þeim afarmikla gleði. Og Frans helgi gladdist með þeirn, fannst mikið til um þá og fagnaði því að ganga um á meðal þeirra og tala. Því að hann undraðist stórum margbreytileik fuglanna, fjölskrúð fegurðar þeirra og eftirtekt þeirra og trúnað. Sakir alls þessa lofaði hann innilega Guð, sem liafði skapað þá. Þegar prédikuninni var lokið, gerði Frans helgi krossmark yfir þeim og leyfði þeim að halda af stað. Og allir fuglarnir lyftu sér samtímis sem einn herskari með ljúfum söng mót himni. Síð- an skiptu þeir sér í fjóra flokka í líkingu við krossmarkið, sem Frans helgi hafði gert yfir þeim, og flaug einn flokkurinn í aust- ur en annar í vestur, þriðji í suður, fjórði í norður, og hver skarinn um sig söng undursamlega fagurt. Með þessum hætti boðuðu þeir, að eins og Frans helgi, merk- isberi krossins Krists, hefði prédikað fyrir þeim og gert kross- mark yfir þeim, en þeir síðan syngjandi stefnt í allar heimsátt- irnar, svo skyldi prédikunin um krossinn Krists, sem Frans helgi hafði endurvakið, berast út um allan heiminn bæði af honum og reglubræðrum hans.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.