Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 13

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 13
Kirkjan og skólarnir Einn forsjármanna Kirkjuritsins fór þess á leit við mig nýlega. að ég léti í Ijós álit mitt um, hvaða breytingar hefðu helztar orðið á andlegu lífi þjóðarinnar á síðari tímum í sambandi við kirkju- og fræðslumál. Ég færðist ekki undan því að gera þetta, en er ég tók að hug- leiða það, er um var spurt, varð mér ljóst, að vandi var meiri að gera þessu veruleg skil en ég hafði haldið í fljótu bragði. Það verður því miður meiri fljótaskrift á því, sem hér verður ritað, en ég hefði kosið. Allt frá því að kristni var lögtekin hér á landi og fram á 20. öld gegndu prestarnir mikilvægu fræðslustarfi meðal alinenn- ings. í kaþólskum sið var þess krafizt, að hvert 7 ára barn skyldi kunna trúarjátninguna, Faðirvor og Maríuvers. Prestarnir áttu að fylgjast með þessu. Fyrirskipaðar skriftagöngur auðvelduðu þeim eftirlit. Með siðaskiptunum, og þá einkum eftir að tilskipun var gefin út um húsvitjanir (1735), hófst skipulagsbundið eftir- lit með fræðslu og kunnáttu barna. Prestarnir önnuðust það. Segja má, að húsvitjanir og fermingarundirbúningur prestanna hafi allt fram á þessa öld verið eina eftirlitið með uppfræðslu barna og unglinga, sem stjórnarvöld landsins fyrirskipuðu. Með tilskipuninni um liúsvitjanir hefst þýðingarmikill þáttur í fræðslumálum þjóðarinnar. Verksvið prestanna eykst. Þeir voru eins konar námsstjórar, því að jafnframt eftirliti í húsvitjunar- ferðum með uppfræðslu í kristnum fræðum og lestrarkunnáttu — og síðar í skrift og reikningi — þá leiðbeindu þeir húsráðend- um eða öðrum um það, hvernig kenna skyldi þessar námsgreinar. Eins og mörgum er kunnugt, þá voru fyrstu fræðslulög hér á landi samþykki á Alþingi árið 1907. í lögum þessum er kveðið a um almenna skólaskyldu fyrir 10—14 ára börn, og gerðar eru akveðnar kröfur í ýmsum námsgreinum, en þó fyrst og fremst i lestri, kristnum fræðum, skrift og reikningi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.