Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 14

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 14
452 KIEKJURITIÐ Skólum fjölgar allört úr þessu. Kennarar eru ráðnir í flestum sveitum landsins til þess að hjálpa heimilunum AÚð fræðslustörfin, enda var ekki vanþörf á því, þar sem að kröfur þær, sem fræðslu- lögin gerðu til kunnáttu um 14 ára aldur, voru fjölþættari en svo, að heimilin almennt gætu fullnægt þeim hjálpar- laust. Kennarar leysa prest- ana af hólmi að allverulegu leyti við sjálf fræðslustörfin. Með almennum vorprófum samkvæmt ákvæðum fræðslu- laganna minnkar þörfin á hús- vitjunum prestanna, til þess að kanna kunnáttu barnanna, því að víðast hvar var það svo, að minnsta kosti utan stærstu kaupstaðanna, að prestarnir voru prófdómarar við vorprófin, og er svo víða enn. Einnig eru prest- ar mjög víða í skólanefnd og hafa þeir þar aðstöðu til þess að láta fræðslumál til sín taka. Hér að framan hefir aðallega verið getið þess þáttar, sem prest- arnir og kirkjan áttu í almennum menningar- og fræðslustörfum þjóðarinnar, þar til gefin voru út lög um fræðslu barna árið 1907. Sárafáir barnaskólar voru starfandi hér á landi fyrir aldamótin síðustu, en þeim fjölgaði talsvert á 1. tug þessarar aldar. Engin skylda var að halda uppi barnafræðslu, eða ráða kennara, áður en fyrstu fræðslulögin voru samþykkt. Þar sem ekki voru barna- skólar, urðu heimilin að annast fræðslu þá, sem fram skyldi fara á hverjum tíma. Allt frá stofnun biskupsstóls í Skálholti (1056) og á Hólum (1106) var haldið uppi skólum á biskupssetrunum. Þessir skólar bjuggu menn fyrst og fremst undir prestsstarf. Ymsir lærðir menn héldu og skóla á heimilum sínum, og ennfremur voru mörg

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.