Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.12.1956, Blaðsíða 16
454 KIRKJUBITIÐ gert í skólamálum þjóðarinnar, þar á meðal fræðslulaganna frá 1907. í fyrstu fræðslulögunum eru þessar kennslugreinar ákveðnar í skólum fyrir 10—14 ára börn: íslenzka, skrift, kristin fræði, reikn- ingur, saga, landafræði, náttúrufræði, söngur, handavinna og leikfimi. Samtals er gert ráð fyrir 30 kennslustundum á viku, þar af eru kristnum fræðum ætlaðar 2 stundir. Ekki var gert ráð fyrir kristnum fræðum sem námsgrein í öðrum framhaldsskólum um þessar mundir en hinum almenna menntaskóla, en þar voru þau kennd í öllum bekkjum skólans. í skólalöggjöfinni síðustu (nr. 34/1946) eru allar sömu náms- greinar talar í barnaskólum og var 1907, en að auki koma teiknun og sund. Um kristin fræði eru hliðstæð ákvæði og voru í eldri fræðslulögum fyrir 10—13 ára börn, en í yngri deildum barna- skóla er gert ráð fyrir frásögnum í átthagafræðitímum í sambandi við hátíðir kirkjuársins og léttar frásagnir úr lífi Jesú. í drögum að námsskrá fyrir gagnfræðaskóla, sem gefin var rit 1948 og byggist á lögum um gagnfræðanám frá 1946, er ætl- azt til þess, að kristin fræði séu kennd í 1. og 2. bekk gagnfræða- stigsskólanna, 1 tíma á viku. Þá eru ákvæði í lögum um mennta- skóla (nr. 58/1946), að þar skuli kenna kristin fræði. Hliðstæð ákvæði eru einnig í lögunum um húsmæðrafræðslu (nr. 49/1946). Af því, sem hér hefir verið tekið fram, má vera ljóst, að í „nýju skólalöggjöfinni“ er kristnum fræðum ætlað rúm á stunda- skrá allra þeirra skóla, sem þá voru sett lög um. Tel ég, að það sýni hug þeirra manna til þessarar námsgreinar, utan Alþingis sem innan, er að setningu laganna stóðu. En það er ekki nóg að hafa ákvæði í lögum og námsskrám um, hvaða námsgreinar skuli kenna í skóla, hve mikið í hverri náms- grein, og hve margar kennslustundir á viku. Hitt skiptir mestu máli, hvemig sá tími er notaður, sem settur er á stundaskrá. í barnaskólum hér á landi annast flestir bekkjarkennararnir kennslu í kristnum fræðum hver í sínum bekk. Fáeinir kennarar hafa óskað þess að þurfa ekki að kenna kristin fræði. Sumir vegna þess, að þeir töldu sig ekki vera færa um að gera það nógu vel, en aðrir af því, að þeir hefðu ekki þann áhuga í trúmálum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.