Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 18

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 18
Kirkjan og frelsisstríð Ungverja Tvo kirkjuhöfðingja ber hæst í frelsisbaráttu ungversku þjóð- arinnar, annan kaþólskan og hinn lúterskan, Mindszenty kardin- ála og Ordass biskup. Mindszenty hefir orðið margt og mikið að þola. Hófst píslar- ferill hans fyrir átta árum. Þegar honum var það ljóst, að stjórn lands hans myndi handtaka hann, lét hann það boð berast til kaþólskra safnaða í Ungverjalandi, að þeir skyldu hafa að engu játningar, sem frá honum kynnu að koma sakir „blekkingar eða mannlegs veikleika.“ Fyrir jól 1948 var honum varpað í fang- elsi, og hófst svívirðileg rannsókn yfir honum og pyndingar, sem miðuðu að því að brjóta viljaþrek hans á bak aftur og fá hann til þess að játa allt, sem á hann var borið. Var hann síðan dæmd- ur af „alþýðudómstólnum“ fræga í Búdapest fyrir land- ráð, í ævilangt fangelsi. Hann var farinn að heilsu, er þessi fangavist hófst, og var liann fluttur stað úr stað, og fékk aðeins fáeinum sinnum að sjá móður sína, háaldraða. Ung- verjar áttu að gleyma leið- toga sínum. En svo varð ekki. Þeir mændu til hans vonar- augum og þráðu heitt, að sú kæmi tíð að hann tæki forystuna. Árið, sem leið, var honum loks boðið frelsi, er hann var mjög sjúkur orðinn, en þau skilyrði voru sett, að hann flyttist til Rómaborgar Mindszenty kardínáli.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.