Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 22
PISTLSR
Jólaskylda.
Enn mun sumum, sem í skammdeginu koma til liöfuðborgar-
innar, finnast mest til um ljósin, er leiftra á móti þeim líkt og
brot af stjörnuhimninum væri fallið niður til jarðarinnar. Það er
falleg og hrífandi sjón að horfa á dimmu kvöldi af Kjalarnesi til
Reykjavíkur. Von að margur, sem býr enn við dauf lampaljós
og ef til vill afskekkt, þar sem ekki sér nema til fárra eða engra
bæja öfundi oss, sem eigum jafnvel á nóttum kost þess að ganga
í ljósi úti og inni. Engin furða, þótt hann þrái, að sveitin hans
njóti sem fyrst þeirra þæginda og unaðar. Og nú er verið að lýsa
landið. Hefði átt að hefjast af meiri krafti fyrr, en mest urn vert,
að loks þokast talsvert árlega í þá áttina. A jólunum má líka heita,
að alls staðar sé upplýst, og hafi verið síðan kristni var lögtekin.
Því að þá er þess minnzt, að jólin eru hátíð Guðs, sem býr í meira
ljósi enn mannlegt auga getur litið, og fagnaðarliátíð fæðingar
Jesú Krists, sem kallaði sig ljós heimsins og er það. í minningu
þess óskum vér nú hvert öðru gleðilegra jóla. Og Guð gefi, að sú
ósk verði alls staðar að veruleika.
En mig langar til að varpa fram þeirri spurningu, hvort vér
gætum nú einnar mestu skyldu jólanna, þeirrar, að bera sjálf eins
mikið Ijós í bæinn og mannlífið og oss er fært.
Kristindómurinn er ekki eingöngu, ekki einu sinni fyrst og
fremst dýrðarsöngur. Hann er hins vegar m. a. heimsstefna. Bar-
átta fyrir aukinni mannúð, almennu bræðralagi, alhliða menn-
ingu, og hin sanna heimsfriðarstefna. Hvar sem eitthvað vantar
á þetta, er skortur á kristni. Það er ekki sönnun þess, að lionum se
sjálfum ábótavant, heldur að einstaklingamir séu vankristnir,
þjóðfélagið ekki nægilega gegnsýrt af kristnum anda.