Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 32
Frá hinum almenna kirkjufundi
Kafli úr setningaræðu formanns stjórnarnefndar, Gísla Sveinssonar,
sem háldinn var á kirkjufundi, er fram fór dagana 20.—22. okt. 1956.
Góðir fulltrúar og fundarmenn!
Ég vil hér með leyfa mér að segja þenna almenna kirkjufund
settan. Og ber þá þegar að skýra frá því, að samkvæmt viðtekn-
um reglum átti hann að haldast á síðastliðnu ári, 1955, en fórst
þá fyrir (var aflýst) vegna yfirvofandi veikindafaraldurs hér í
bænum og reyndar víðar. Hefir orðið að ráði, eins og tilkynnt
hefir verið almenningi og nú má sjá, að horfið skyldi að fund-
arhaldi þessu aftur i ár, þótt almennu fundunum hafi verið ætlað
annað hvert ár aðeins, og hefir svo verið frá upphafi vega um
þessa kirkjufundi fyrir landið allt.
Hinir almennu kirkjufundir á íslandi hafa nú verið við lýði
í 22 ár, en undirbúningur undir þá var hafinn 1933—1934 og fyrsti
kirkjufundurinn haldinn á Þingvöllum og í Reykjavík forsum-
ars 1934. Hélzt það síðan um hríð, að fundirnir voru haldnir
á þeim tíma ársins, annað hvert ár, en er fram í sótti, þótti hent-
ugra, vegna fundarsóknar víðs vegar að af landinu, að fundar-
tíminn yrði reglulega að haustinu, og er svo enn í dag.
Ef lýsa ætti tilgangi þessara almennu kirkjufunda og starfs-
stefnu frá byrjun, þá myndi nægja í höfuðatriðum að greina
til tvö orð: Sameina og örva! Það þýðir: í fyrsta lagi, að sameina
kristið fólk í landinu til starfa fyrir trú og kirkju, enda þótt ýmsa
greini á um einstök trúarleg atriði, sem ekki er nema mannlegt
og hefir svo verið alla tíð, svo og að ræða og álykta um þessi
mál án allrar úlfúðar, en af áhuga og sanngirni, með þá fullvissu
í stafni, að þátttakendur vilji allir vinna að sama marki, þ- e-
að eflingu Guðsríkis, eins og kristindómurinn boðar það, í þeirri
föstu von og trú, að það eitt geti leitt til sannrar hjálpar, og sálu-
hjálpar, villuráfandi mannkyni og til friðar og farsældar í þjáð-
um og hrjáðum heimi. Og í öðru lagi, að örva til átaka, leynt