Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 34
472
KIRK JURITIÐ
Samþykktir kirkjufundarins.
1. Kirkjubijggingar. Hinn almenni kirkjufundur, sem lialdinn er í Reykja-
vík daganna 20.—22. október 1956, skorar fastlega á ríkisstjórn og Alþingi
að koma því til leiðar, að sett verði löggjöf um kirkjubyggingar í þjóðkirkj-
unni, þar sem ríkinu sé gert að skyldu að standast kostnað við þær að 3/4
hlutum (stofnkostnaðax) móts við hlutaðeigandi söfnuði, er greiði kostnað-
inn að öðru leyti og annist viðhald, samkvæmt nánari reglurn, er um það
yrðu settar.
2. Byggingastijrkur. Hinn almenni kirkjufundur, haldinn í Reykjavík
dagana 20.—22. okt. 1956, skorar á hið háa Alþingi að leggja að minnsta
kosti 2 milljónir króna í kirkjubyggingasjóð á fjárlögum næsta árs. Verði
eigi minni fjárhæð lögð árlega í þann sjóð, þar til Alþingi hefir samþykkt
ný lög um aðstoð og framlög til kirkjubygginga.
3. Félagslieimilasjóður. Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur tvímæla-
laust, að allir löggiltir söfnuðiir landsins eigi að hafa rétt til styrks úr
Félagsheimilasjóði til bygginga safnaðarfélagsheimila og safnaðarhúsa, þar
sem skilyrði séu til ýmiss konar félags- og tómstundastarfs á vegum safn-
arins.
Treystir fundurinn biskupi og kirkjumálaráðherra til þess að tryggja
söfnuðum þann rétt.
4. Skattfrelsi gjafa. Á öllum öldum og meðal allra trúarsamfélaga hefir
það verið sjálfsögð venja, að menn færðu Guði sínum að fórn nokkum
hluta afla síns eða uppskeru.
Hinn almenni kirkjufundur 1956 telur það því eðlilegt, að mönnum se
heimilt að gefa til kirkjulegrar starfsemi allt að tíund tekna sinna, án þess
að þurfa að greiða skatta af þeirri upphæð. Skarar fundurinn á Alþingi að
gera slíkar fórnir skattfrjálsar, svo sem þegar tíðkast um nokkrar aðrar
gjafir til ahnenningsheilla.
5. Kirkjugarðar. Hinn almenni kirkjufundur 1956 skorar á kirkjustjórnina
að tryggja betur en gert er viðhald og verndun kirkjugaaða.
6. Hallgrímskirkja. Hinn almenni kirkjufundur 1956 litur svo á, að bygg-
ing Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti varði ekki aðeins hlutaðeigandi söfn-
uð helduir einnig Reykjavíkurbæ og ríkið. Þess vegna þurfi þessir aðilar að
skipa sameiginlega nefnd, er vinni að framkvæmd þessarar kirkjubyggingar-
7. Stöðvun sorprita. Hinn almenni kirkjufundur 1956 skorar á hlutað-
eigandi yfirvöld og allan almenning að hindra eftir föngum innflutning,
útgáfu, sölu og lestur sorprita, erlendra og innlendra.