Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 39

Kirkjuritið - 01.12.1956, Page 39
VÍSITASÍA BISKUPS 477 Seinustu kirkjurnar, sem vísiteraðar voru í prófastsdæminu, voru Vallaneskirkja og Þingmúla, er séra Pétur Magnússon þjón- ar. Vallaneskirkja er mjög stílhrein og með fegurstu sveitakirkj- um á landinu. í kirkjugörðu'm beggja eru gróðursett tré. Dvergasteinsprestakall taldist áður til Suður-Múlaprófasts- dæmis. Nú heitir það Seyðisfjarðarprestakall og er í Norður- Múlaprófastsdæmi. Sóknarprestur þess er sem kunnugt er séra Erlendur Sigmundsson. Hófst vísitazían í því prófastdæmi 24. ágúst, að Klyppsstað í Loðmundarfirði. Hefir þar fækkað mjög fólki á síðari árum, svo að sumum þykir horfa til auðnar, en vonandi Iielzt byggð áfram í þessari gróðurríku sveit, og mikil er tryggð fólksins við kirkju sína. Daginn eftir vísiteraði biskup Seyðisfjarðarkirkju, sem er hæði fögur og vel búin að góðum gripum, og hafa konur gefið marga þeirra. Var það svo yfirleitt um kirkjurnar í báðum prófastsdæmunum, að konur hafa gengið bezt fram í því að prýða þær og gjöra þær vistlegar. Um Seyðis- fjarðarkirkju er trjálundur, er Kvenfélag Seyðisfjarðar gjörði. Sunnudaginn 26. ágúst vísiteraði biskup að Eiðum, þar sem hann var fyrrum skólastjóri, 1919—’28. Var fjölmenni saman komið. Prestaskipti verða í Kirkjubæjarprestakalli. Séra Sigurjón Jónsson, sem hefir þjónað því í 37 ár við miklar og almennar vinsældir, lætur af embætti, en við tekur ungur prestur, séra Einar Þór Þorsteinsson, og.þjónar hann einnig eins og séra Sigurjón Hofteigsprestakalli, eða alls sjö kirkjum: Eiða, Hjaltastaðar, Kirkjubæjar, Sleðbrjóts, Hofteigs, Eiríksstaða og Möðrudals. Eylgdi hann biskupi á allar þessar kirkjur. Kirkjukór að Eiðum er prýðilegur, enda ágætlega æfður undir handarjaðri skólastjór- ans, Þórarins Þórarinssonar, sem hefir komið Eiðaskóla til mikils þroska. Næsta dag var vísitazía að Hjaltastað. Fylgdi organleikari Eiðakirkju biskupi þangað og stýrði safnaðarsöngnum. En full- Ur úhugi er nú vaknaður á því, að söfnuðurinn eignist sinn eigin organleikara og söngstjóra. Meðhjálpari Hjaltastaðarkirkju, Geir- mundur Magnússon, hefir gegnt því starfi af mikilli trúmennsku 1 hálfa öld. Kona er þar formaður sóknarnefndar. Dagana 28. og 29. ágúst var biskup í Desjamýrarprestakalli,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.