Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 43
SÓLARDANSINN
481
þann velgerning, er honum var sýndur. Hann leit upp og gekk
annars hugar nokkurn spöl, og er hann kom aftur til sjálf sín,
sá hann kindur sínar skammt undan, og var sem þær kæmu móti
honum. Hann var léttstígur, er hann rak þær heim. Undrið á
fjallinu ljómaði í liugskoti hans.
Mér er í barns minni, er ég heyrði Þorstein fyrst segja frá þess-
ari dásamlegu sýn. Hann var með tár í augum og ljóma hrifning-
ar í svip sínum.
Sjálfsagt mundi nútíma kynslóðin, menntuð, guðstrúarlítil og
efagjörn, yppta öxlum, ef hún mætti hlusta á sögu Þorsteins,
eins og hann sagði hana um vitrunina á fjallinu. Hún mundi
hafa á takteinum „eðlilegar“, náttúrufræðilegar skýringar á þessu
fyrirbæri og telja það algerlega utan við yfirnáttúrulegt eðli.
Sólaruppkoma á páskadagsmorgun væri samskonar viðburður
og gerðist aðra morgna ársins.
Þorsteinn var hvorki náttúruskoðari, skáld eða heimspekingur.
Hann var ómenntaður en greindur, hversdagslegur alþýðumað-
iir, 0g naut þó dásemda náttúrunnar betur flestum langlærðum,
námsþreyttum mönnurn, því trú hans var barnsleg og lotningin
fyrir guðdóminum og leyndardómum tilverunnar einlæg og sönn.
Og mundi ekki trú hans og hugboð hafa dregið honum eins
drjúgt og verið honurn svo haldgóð í amstri og erfiðleikum lífs-
baráttunnar sem vizka og kennisetningar lærða mannsins, sem
neitar öllu því, sem ekki verður þreifað á eða sannað með vís-
indalegum rökum? Og veit þó, ef til vill, ekki meira en fávís
smælingi um það, sem er handan við jarðvistina, þann heim,
sem trúin ein nær til.
MagnÚs Björnsson.
Guðsmenn.
>.Nú veit ég, hvers vegna þið Ingimarssynir eruð beztu mennirnir í
sveitinni.“ — „Það er vegna þess, að Guð hefir verið okkur náðugri en
öðrum, „svaraði Ingimar. — „Nei, ekki er það nú þess vegna, heldur eruð
þið ekki í rónni fyrr en þið eruð sáttir við Drottin.“ — Sehna Lagerlöf.