Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 44

Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 44
Cilfur vallarins og fuglar himinsins Einu sinni var lilja, sem óx á afviknum stað við lítinn, kliðandi læk, og var i góðum kunningsskap við fáeinar netlur og nokkur önnur smáblóm þar í grenndinni. Eins og guðspjallið með sanni segir, var liljan fagurlegar búin en Salómon í allri dýrð sinni, og liún var glöð og áhyggjulaus allan liðlangan daginn. Timinn leið unaðssælt og án þess að nokkurn varði, rétt eins og niðandi lækurinn hvarf leiðar sinnar. Þá bar svo við, að smáfugl einn heimsótti liljuna einn góðan veðurdag. Svo kom hann aftur daginn eft- ir, lét síðan ekki sjá sig í marga daga, en kom þá aftur. Þetta fannst liljunni undarlegt og óskýranlegt. Oskýranlegt, að fuglinn skyldi ekki sitja á sama stað eins og smáblómin, undarlegt, að fuglinn skyldi vera svona duttlunga- fullur. En nú fór eins fyrir liljunni og oft vill verða, að hún varð síástfangn- ari í fuglinum sakir þess, að hann var svona duttlungafullur. Hann var ljóti fuglinn, þessi smáfugl. Hann langaði til að mikla s.ig af því, að hann gæti neytt frelsis síns, en látið liljuna finna til þess, hve hún væri bundin, í stað þess að setja sig í hennar spor, gleðjast yfir yndisleik hennar og samfagna henni með hina saklausu sælu hennar. Og þetta var ekki allt og sumt. Hann var þar að auki málugur og lét nú móðan mása, bæði satt og logið um það, hvernig langt um skrautlegri liljur yxu unnvörpum á öðr- um stöðum, og að þar væri gleði og gaman, litaskraut og fuglasöngur, sem engin orð fengju lýst. Þannig sagðist fuglinum frá. Og venjulega endaði liann hverja frásögn með þeirri auðmýkjandi athugasemd, að því er liljuna snerti, að í samanburði við þessa dýrð sýndist hún eins og ekki neitt. Já, hún væri svo ómerkileg, að það væri mikil spurning, hvort hún hefði nokkurn rétt á að kallast lilja. Og nú varð liljan áhyggjufull. Og áhyggjur hennar jukust þeim mun meir sem hún hlustaði oftar á fuglinn. Hún svaf ekki lengur vært á nótt- unni og vaknaði ekki framar glöð á morgnana. Henni fannst hún vera fang- in og bundin, fannst lækjarniðurinn leiðinlegur og dagurinn langur. Hun fór nú að aumkva sjálfa sig og harma lífskjör sín allan guðslangan daginn. Hún sagði við sjálfa sig: „Það er ekkert að því að ldusta á lækjarniðinn svona einstaka sinnum sér til afþreyingar. En að hlusta alltaf á það sama frá morgni til kvölds, það er alveg drepleiðinlegt.“ Og enn sagði hún við sjálfa sig: „Manni getur komið það vel að vera á svona afviknum stað og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.