Kirkjuritið - 01.12.1956, Síða 47
PREDIKARINN
Starf predikarans er eitt hið þýðingarraesta og um leið erfið-
asta, sem nokkur maður tekst á hendur. Einkanlega veldur
hinn skyldubundni tími miklum áhyggjum, þetta að verða að
koma fram á vissu klukkuslagi sunnudag eftir sunnudag og tala
fyrir fólki helzt af áhuga og eldmóði, hvernig sem á stendur.
í vitundinni hljómar: „Þú skalt, þú skalt,“ hvort sem þú getur
eða getur ekki, vilt eða vilt ekki.
Rithöfundurinn, skáldið og fræðimaðurinn geta oftast valið
þann tíma, sem aðstæður og kraftar bjóða heppilegastan, og
listamaðurinn tekur til starfs, þegar andinn kemur yfir hann,
en látið ógert, þegar allar lindir virðast frosnar. En slíkt getur
predikarinn ekki leyft sér. Og svo verður hann að gera sér að
góðu litla eða lélega áheyrn og loka sín handrit niðri í skúffu,
er hann hefir einu sinni flutt þau fáeinum sálum, sem kannske
hlusta af þægð eða vana. En samt á starf hins kristna predikara
að vera grunnur siðgæðisþroskans og mótun þeirrar fullkomn-
unar, sem þjóðfélög og menning þeirra hvílir á. Þegar á það er
htið þýðir ekki að gefast upp, hvað sem fyrir kemur og hvernig
sem umhverfi og aðstæður lama og sljóvga. Ein er þó hættan
ntnlin, sem ekki má gleyma á vegi predikarans, en það er, að
hann verði steinrunninn vanaþræll og gatslitin grammófóns-
Phita, áður en af veit. Gegn þessu eru til ýmis ráð, sem reynslan
telur mikilvæg, einkum sé þeirra gætt frá upphafi starfsins.
hað er sagt um kennara nokkurn, að hann hafi alltaf kennt
hezt þá námsgrein, sem hann tók sjálfur lélegasta einkunn í.
þegar hann var spurður, hvernig á þessu stæði svaraði hann:
>.Ég bý mig alltaf bezt undir stundirnar í þeirri grein.“ Þarna er
eitt grundvallaratriði predikarans. Hann þarf alltaf að líta á hvert
predikunarefni sem sérstakt úrlausnarefni til undirbúnings,