Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 53

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 53
ALTARISTAFLA SERA FINNS TULINIUSAR 491 3) Fiskidráttur Símonar Péturs. Á fjölinni undir er píslarsaga Jesú: 1) Kvöldmáltíðin. 2) Jesús í Getsemane. 3. Jesús upprisinn. Þegar ég nú gef kirkju íslands þessa altaristöflu, hlýt ég að kannast við. vamnátt niinn, en játa jafnframt, að ég hafi lagt alla sál mína í þetta verk.. Þú veizt, og þér allir, sem þekkið mig, vitið, að ást mín til íslands, lands föður míns, og ást mín til kirkju íslands liggur að baki þessari gjöf minni. Ég hefi heimsótt ísland 1904, 1907, 1908, 1911, 1912, 1937, 1948, 1950 °g 1952, árin 1948 og 1952 var ég fulltrúi Kirkju Danmerkur, þar eð ég var ritari Dansk-islands Kirkesag. Frá því er ég í fyrsta sinn sá ísland rísa af hafi, hefir hjarta mitt verið þar. Aldrei hefi ég á ferðum mínum um þrjár heimsálfur séð neitt, er komizt g*ti í samjöfnuð við hvíta jökla íslands og grænar og bláar hlíðar undir norðurlúmni sumarsins, eins og fölva slægi á barið gull. Og enn meir dregur mig til íslands römm taug blóðbandanna. Og aldrei get ég gleymt né brugðizt vináttunni tryggu, sem tengd er við nafnið ísland, en því síður fæ ég endurgoldið hana. Þetta nafn laðar mig n» heim 10. sinni til Skálholtshátíðarinnar, þar sem ég mun hitta yður •dla, sem hafið blásið mér andagift i brjóst við prédikanir, sáhnasöng og sam- lasður i trúnaði: ,,Guð veit, að ég elska yður alla með ást Jesú Krists." (Fil. 1, 8) .... Eg bið þig að fara með altaristöfluna, eins og þú sjálfur kýst. Og ef þú telur þig ekki geta notað hana, þá segðu mér það aðeins. Ég mun alltaf skilja þig. En mér myndi það mikil gleði að vita það, að heima á íslandi Væri eitthvað af sjálfum mér. Ef allt gengur vel, mun ég koma til Reykjavíkur á Gullfossi á sumarsól- Evarfadaginn 21. júni. Þá gæti ég komið með altaristöfluna. ®g svo hugsa ég til yðar allra og segi: Náðin Drottins Jesú Krists og kærleiki Guðs og samfélag Heilags Anda sé með yður öllum.“ Kirkja íslands niun aldrei gleyma þessari fögru kærleiksgjöf. Enska lárviðarskáldið Temyson benti eitt sinn vini sínum á blóm, er reiddi blöð sín mót geislum himinsins og sagði: „Það, sem sólin er þessu blómi, er Kristur sál minni“.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.