Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 54

Kirkjuritið - 01.12.1956, Side 54
+"—“——"<—>■—"■—"■—■"—"■—■■—"■—....+ ---------------j Erlendar frérrír j--------------------------------- 4,.,,,,—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„4. Nýtt guðspjall. Sunnarlega á Egyptalandi hefir fyrir nokkru fundizt safn af orðum, sem Jesú Kristi eru eignuð. Orð þessi eru í handriti af Tómasarguðspjalli, sem talið er frá 3. eða 4. öld. — Franskur háskólakennari i trúarbragðasögu, Henri Pucch að nafni, skýrði nýlega frá þessu í Cairo. Hann sagði, að þessi skjöl hefðu fundizt í keri í kirkjugarði í Nog Hamadi, sjötíu mílur enskar frá Luxor, og hefðu þau fyrst verið rannsökuð á þessu ári. Ilandritið er skrifað á sefpappir og bundið í leðurband. Það hefst, sem hér segir: „Þetta eru orðin huldu, sem hinn lifandi Drottinn mælti og Didymus Júdas Tómas hefir ritað. Og hann mælti: Sérhver sá, sem nær að skilja þessi orð, mun eigi srnakka dauðann.“ — Þýðingar er vænzt inn- an skamms á þessu guðspjalli. Erkibiskupinn í höfuðborg Irlands lætur af embætti um næstu áramót. Hann heitir Arthur William Barton og hefir verið biskup í 26 ár. R. D. Meredith heitir enskur prestur, sem starfar í lögregluliðinu. Hann fær þó að sjálfsögðu „frí“, þegar aukaverk kalla að. En á þennan liátt nær hann á ýmsan liátt að kynnast söfnuðinum og öllum almenningi. 400 ár eru liðin frá dauða stofnanda Jesúítareglunnar, og hefir þess verið minnzt um heim allan. Þótt regla þessi væri á sínum tíma sett til höf- uðs mótmælendum, stöðvaði framsókn þeirra að miklu leyti og einstakir meðlimir hennar eigi ófagra sögu, er skylt að geta afreka hennar og heinr- sögulegt gildis. Upphafsmaður hennar, Ignatius Loyola (f. 1491 d. 31. júh 1556), var spænskur aðalsmaður, sem var trúarhetja og heimsflóttasinni. — A uppstigningardegi 1534 hétu sex ungir menn auk Loyola pílagríms- för til Landsins helga, en ef það tálmaðist, að þeir skyldu ganga til Rómar og heita páfanum skilyrðislausri hlýðni, hvað sem honum þóknaðist að að bjóða þeim, eða leggja þeim á herðar. Er þetta sérlieiti Jésúita auk hinna venjulegu regluheita um fátækt, skírlífi og undirgefni við yfirboðara. En einkunnarorð reglunnar eru þessi: „Guði til aukinnar dýrðar.“ Sex ánim síðar staðfesti páfinn hina nýju reglu með bréfinu Regiminí Militantis Ecclesiae. Við dauða stofnandans töldust reglubræður um 1000. Nú eru þeir um 33000 og dreifðir um allar jarðir. Halda þeir 59 háskóla, gefa ut 1320 tímarit. Margir eru starfandi prestar, en annars fást þeir við flest það,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.