Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 56

Kirkjuritið - 01.12.1956, Qupperneq 56
494 KXRKJURITIÐ jafnframt, og gat sér hinn bezta orðstír. Séra Bragi er mjög mikill áhuga- maður og dugnaðannaður og hefir m. a. látið sér einkar annt um kristi- legt æskulýðsstarf. Heíir hann nú nýlega veirið ráðinn af Reykjavíkurbæ til þess að vinna að heilbrigðu menningarlífi og félagslífi unga fólksins hér í bænum. Oskar Kirkjuritið honum blessunar í starfi. Frú Sigurbjörg Bogadóttir prestsekkja frá Heydölum er nýlátin, 81 árs að aldri. Hún giftist séra Vigfúsi Þórðarsyni frá Eyjólfsstöðum á Völl- um 1893. Þar bjuggu þau í 7 ár. Þá gerðist hann prestur, fyrst á Hjalta- stað og síðan í Heydölum. Sára Emil Björnsson segir í minningargrein: „Frú Sigurbjörg var örlát kona með afbrigðum og hjálpsöm, mátti ekkert aumt sjá.“ Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans varð bráðkvaddur 25. f. m. Hann var einn af mikilhæfustu Islendingum sinna samtíðarmanna og drengur góður. Ilafði með sæmd gegnt sinni ábyrgðanniklu stöðu lengur en nokkur fyrirrennara sinna. Gjafir til Skálholtskirkju. Kirkjuklukkan frá Finnlandi er nú komin til Islands, hinn ágætasti gripur. Ennfremur hafa tvær norskar timburverzlan- ir, Berger Langmoen Brunundal, Hamar, og Aksel Bruvig Slottsgárden, Bergen, sent til kirkjunnar mikið byggingarefni. Er Ijúft að þakka þessar góðu gjafir. Prestsþjónustu í Hvammsprestakalli í Dalaprófastsdæmi annast þeir fyrst um sinn unz öðru vísi verður ákveðið nágrannaprestarnir séra Eggert Ólafsson og séra Þórir Stephensen. Æskulýðsblaðið gefa þeir út Akureyrarprestarnir séra Pétur Sigur- geirsson og séra Rristján Róbertsson. Októberblaðið er prýðilegt að efni og frágangi. Nefna má frásögn um Nonna (Jón Sveinsson) eftir Friðrik Magnús- son lögfræðing, myndasögu, útskýringu á 8. boðorðinu o. fl. Þessi útgáfu- starfsemi er til fyrirmyndar. Safnaðarblað Langholtssóknar. Langholtssöfnuðurinn gefur út eins og Dómkirkjusöfnuðurinn safnaðarblað, og er það nú á öðru ári. Blaðið skýrir m. a. frá fyrirhugaðri kirkjubyggingu og ýmsum framkvæmdum. Kristilegt æskulýðsstarf er mikið í söfnuðinum, og ágætar kirkjusamkomur hafa verið haldnar, þar sem börn hafa sungið fagra söngva og andleg

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.