Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 16
10 KIRK JURITIÐ Hveit íalla vötnin? Ég var að skyggnast eftir því, um áramótin, hvert vötnin falla nú í andlegu lífi þjóðarinnar. Vík hér m. a. að sumu, er ég festi augun á. Óneitanlega finnst mér ýmsir telja sjálfgefið, að svo að segja jarðlæg efnishyggja verði sí almennari, kirkjan æ áhrifaminni, fleiri og fleiri algjörlega skeytingarlausir um andleg mál. Sumt styður slíka dóma. Ég gat t. d. ekki betur séð en eitt fjöllesn- asta dagblað landsins minntist lítt jólanna á annan veg en í háði og til útásetningar. Ég halla hér ekki viljandi réttu máli. Mér hefir þá skotizt yfir eitthvað, sem hnigið hefir í aðra átt. En í þessu sambandi er auðvitað skylt að geta hins, sem að vísu er almennt viðurkennt, að jólahaldi okkar er á margan hátt ábóta- vant, og að öðrum þræði er það komið út í ýmsar öfgar. En svona „hversdagslegt" jólablað hlýtur að vekja spurningar. Er ef til vill talsverður hluti þjóðarinnar þess sinnis, að liann telji sig vaxinn frá jólunum, jafnvel afhuga kristindómnum? Þetta er auðvitað öllum frjálst, en ef svo væri, er það kirkjunni óneitan- lega umhugsunar- og umræðuefni. Að þessu sinni varð mér samt starsýnna á það, sem mér virtist grænir toppar á hinum andlega akri, og kvíslar, sesm benda til þess, að straumurinn verði dýpri og þyngri í átt til vaxandi skiln- ings á gildi andlegra verðmæta. Afrek Vilhjálms stúdents Einarssonar, Olympíufara, vakti þjóðargleði. Ummæli hans um undirbúning frægð'arstökksins hrærðu líka vafalaust streng í margra brjósti og vöktu djúpar hugsanir: „Eins og oft þegar mannsálin ráfar í myrkrum ör- væntingarinnar, er bænin eina leiðin, og þar sem ég sat þarna í íþróttagallanum, þá baðst ég raunverulega fyrir. Ég bað samt ekki um gull eða silfur, heldur þess, að mér mætti heppnast að sýna ávöxt þess erfiðis, sem undirbúningurinn liafði haft í för með sér, að mér mætti heppnast vel. Einnig bað ég þess, að ef mér heppnaðist vel, þá mætti mér auðnast að nota áhrif mín, ef einhver yrðu, til góðs fyrir ísland og íslenzka æsku.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.