Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 40
34 KIBKJURITIÐ um, að erkibiskup hélt fast á rétti kirkjunnar og lögum, og setti „guðs lög“ þverlega ofar vilja konungs í ýmsum greinum. Lét þá Henrik II. orð falla um það í viðurvist riddara sinna, að hann fengi aldrei frið, fyrr enn þessi óþjáli biskup væri af dög- um ráðinn. Fjórir riddarar konungs tóku sig þá til og fóru að biskupi í desember 1170 og myrtu hann griðalausan í kirkju- unni. Konungur varð að taka þungar skriftir fyrir þetta ódæði en skrín var gert að jarðneskum leifum Tómasar Becket, og stóð það öldum saman í Þrenningarkapellu á bak við háaltarið í dómkirkjunni. Það var mestur áheita- og bænastaður í Bretlandi svo öldum skipti, því að Tómas Becket var haldinn sannheil- agur maður. Og skrín Tómasar var það sem öllu fremur dró þúsundir pílagríma til Kantaraborgar öld eftir öld. Þegar Henrik VIII. gerði skilnaðinn á milli hinnar almennu kirkju og ríkiskirkju Englands, og rændi öllu klaustragóssi til handa sér og krúnunni, var mörgum helgum minjum tortímt, þeim sem tengd voru hinum eldra sið. Þá var og eyðilagt skrín heilags Tómasar, rænt og rúið gulli sínu og skrauti, og helgur dómur hans síðan týndur með öllu. Nú sér þarna ekki annan vott þess að þarna í Þrenningarkapellu hafi skrín heilags Tóm- asar staðið, en djúpar slitrákir á gólfinu. Það var siður píla- gríma í Kantaraborg, að þeir féllu á kné á kórþrepum hægra megin í kirkju, er þeir komu, og gengu síðan á hnjánum inn eftir hinum geysilanga kór í Þrenningarkapellu. Eftir að hafa gert bæn sína fyrir skríni Tómasar, gengu þeir á hnjám út eftir kór vinstra megin, unz þeir komu að kórþrepum. Og nú sér maður djúpar rennur eða lægðir í steininum, þar sem pílagríma- fylkingin þokaðist áfram í djúpri andagt. Og það er eins og bænir þeirra liggi í loftinu og blandist bænum þeirra, sem enn vitja Kantaraborgarkirkju. Því fólk kemur þangað í stór hópum enn í dag, ekki einungis af forvitni ferðamannsins, heldur og af bænar- og trúarþörf. í för með okkur var t. d. prestsfrú frá Norður-írlandi. Maður hennar er trúboðsprestur í Nigeriu. Nú fór hún til Kantara- borgar til þess að eiga helgistund í móðurkirkju þeirrar stríð- andi kirkju, sem hafði sent hann út á trúboðsakurinn. Og svona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.