Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 32
26 KIRKJURITIÐ sinn. En jafnframt því sem nýjar kirkjur rísa, kirkjur, sem standa eiga og staðið geta um aldir, er harla nauðsynlegt, að vel sé til slíkra bygginga vandað utan og innan, og ekki sízt að því er gerð og stíl snertir. Þar má ekki um of apa útlenda tízku, held- ur þarf að skapa þar þjóðlegan og fagran stíl, sem hæfir íslenzku landslagi og staðháttum. Ég held, að við séum færir um að gera þetta, ef hinir beztu listamenn og byggingafræðingar leggja sig fram til þess. Fyrir allmörgum árum skrifaði ég í Kirkjublaðið grein um þetta mál. Var það tillaga mín, að efnt yrði til verðlaunakeppni um gerð íslenzkra kirkna, einkum hinna minni sveitakirkna, sem verður að endurbyggja á næstu áratugum og mikið er undir komið, að verði smekklegar og fari vel í sveitaumhverfinu. Ekki er ætlazt til, að þessar teikningar verði fullkomnar bygg- ingarteikningar, heldur aðeins útlitsteikningar af kirkjunni bæði utan og innan. Jafnframt skyldi og bjóða til samkeppni um teikn- ingar af kirkjumunum, svo sem altarisstjökum, ljósakrónum, grát- um og altari, prédikunarstólum, kirkjuhurðum og kirkjubekkjum. Skykli þetta einkum miðað við sveitakirkjur, vera í senn smekk- legt, listrænt, en þó ekki svo íburðarmikið, að ofvaxið verði fá- mennum söfnuðum að afla sér þess. Þessari hugmynd er nú á ný beint til kirkjustjómarinnar, enda þetta mál sízt miður að- kallandi nú en það var, er ég fyrst bar það fram. Enda þótt það orki ekki tvímælis, að rétt sé og sjálfsagt að reisa allar hinar stærri kirkjur úr steinsteypu, þá er hitt full- komnum vafa undirorpið, hvort skynsamlegt sé að byggja smá- kirkjurnar úr því efni. Litlar steinkirkjur, sem ekki taka nema 40—100 manns í sæti, hefir ekki enn tekizt að byggja hér á landi, svo að telja megi fögur hús eða aðlaðandi. Auk þess hefir bygg- ing þeirra margra mistekizt að því leyti, að þar vill bera allmik- ið á sagga. Þarf og sérstaklega vandaðan frágang á steinhúsi, svo að það þoli til lengdar að vera með öllu óupphitað, án þess að skemmast og án þess að þar beri á bleytu á veggjum, þegar þær eru hitaðar í fyrsta sinn, eftir að þar inni hefur áður verið frost og kuldi máske vikum saman. En sveitakirkjur eru margar ekki notaðar á vetrum nema einn dag í mánuði og oft enn sjaldnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.