Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 46
40 KIRKJUKITIÐ í kvæðinu er látið líta svo út, að Skúli fógeti hafi með stjórnarforystu °g frýjuorðum til háseta bjargað skipi og áhöfn. En skyldi ekki vera mörg- um sinni meiri likur til, að bænargjörð hásetanna hafi orkað þannig á þá, að þeir fengu von og styrk, svo að þeir tóku aftur ósleitilega til staifa og björguðust úr sjávarháskanum. En nóg um þetta. Það, sem vakti mig til umhugsunar um þetta mál, var það, að ég hafði smábörn í kringum mig, og mér fannst ég ekki geta til þess hugsað klökkva- laust, að þau færu á mis við það að læra barnabænimar, eins og þó flest börn hafa orðið að gera á síðari ára tugum. En það var ekki svo hægt um vik. Fullorðna fólkið kann þær ekki, svo að það geti kennt þær bókar- laust, en í næstu bókabúð var ekkert til, sem hét eða var bænarkver. Eftir nokkra leit hafði ég upp á einum þremur kvemm, en ekkert þeirra svaraði til þess, sem ég hafði hugsað mér. Þau vom stór og að mestu í óbundnu máli, of erfið fyrir börn að læra og muna. En svo kom kver alveg eins og ég hafði leitað eftir. Það var stutt, og þar var að finna flestar þær bænir, sem mér höfðu verið kenndar fyrir 6—7 áratugum. Það eru Barnasálmar, sem valið hafa séra Asniundur Guðmundsson, biskup, og séra Jón Auðuns, dómprófastur, að öllu hið ágætasta kver, gefið út að tilhlutan Prestafélags íslands, árið 1951. Það er engin þörf að hafa um þetta fleiri orð að sinni. Eg vildi aðeins vekja athygli á málinu, og væri öllum þeim þakklátur, sem kynnu að vilja leggja því lið á einhvem hátt, að bömunum væm í fyrstu bernsku kennd- ar bænir líkt og í gamla daga, eða eins og ég orðaði það, að reynt yrði að bæta þann hlekk, sem brostið hefir. Jón Sigfússon, frá Ærlæk. -------------------j BÆKUR--------------------------------- Brijnjólfur Bjarnason: Gátan mikla Heimskringla 1956. Þetta er eftirtektarverð bók á ýmsan hátt. Ekki algengt hérlendis, að „leikmenn", sízt stjómmálamenn, gefi út rit um heimspekileg og trúar- leg efni. Hitt er samt meira vert, að hvötin virðist einlæg sannleiksleit að því er höfuðmálið snextir, og heildarblærinn vekur sterklega þann gran,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.