Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 8
KOMI RÍKI ÞITT „Komi ríki þitt“. Þessi þrjú bænarorð í guðspjalli nýársdags- ins hefi ég valið oss til íhugunar á morgni hans. Vér skulum heilsa með þeim fyrstu nýársgeislum Guðs sólar. Það er hann, sem ártalið er miðað við, Jesús Kristur, er svo baðst fyrir í djúpu samræmi við boðskap sinn: 'Tíminn er fullnað- ur og Guðs riki er nálægt. Vér eigum frásögn um hann, þar sem hann er á bæn úti í fegurð náttúrunnar og einn af lærisveinum hans andvarpar til hans: Herra, kenn þú oss að biðja. Þá kenndi hann þeim bænina „Faðir vor“. Hvern dag skyldu þeir biðja eins og hann föðurinn á himnum: Komi ríki þitt. Guðfræðinga greinir á um það, við hvað Jesús hafi átt með þessum orðum. Margir þeirra ætla, að hann hafi í huga Guðs ríki við heimsendi og biðji um komu þess með þeim hætti. Hann sjái það rísa úti við hafsbrún eilífðarinnar eins og blámóðu- strönd í ljóma morgunroðans, og þangað muni mennimir um síðir lenda við lok tímanna. Handan hörmunga jarðarinnar bíði ei- lífðarríkið. Þangað skal horfa í bænarhug og þreyja með þol- gæði. Að lokum kemur Guðs ríkið, og tárin verða þerruð af augum mannanna. Hvenær það verður, veit enginn maður, en þó er þeim rétt að virða fyrir sér tákn tímanna og spyrja: Vöku- maður, hvað líður nóttunni? Guðsríkið ókomna er framtíðar — eilífðar hugsjónin mikla. Aðrir leggja þann skilning í orð Jesú, að Guðs ríkið eigi að verða veruleiki hér á vorri jörð. Þeir skírskota til Guðs ríkis kenningar hans. Hann segir jafnskjótt sem hann hefur hana, að Guðs ríkið sé komið í nánd. Seinna segir hann, að Guðs ríki sé þegar komið. Hann bendir á máttarverkin, sem hann vinnur, og bætir svo við þeim orðum, að ef hann framkvæmi þau með fingri Guðs, þá sé Guðs ríki komið til mannanna. Að hinu sama fúta ýmsar líkingar hans og dæmisögur. Sæði Guðs ríkis grær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.