Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 8

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 8
KOMI RÍKI ÞITT „Komi ríki þitt“. Þessi þrjú bænarorð í guðspjalli nýársdags- ins hefi ég valið oss til íhugunar á morgni hans. Vér skulum heilsa með þeim fyrstu nýársgeislum Guðs sólar. Það er hann, sem ártalið er miðað við, Jesús Kristur, er svo baðst fyrir í djúpu samræmi við boðskap sinn: 'Tíminn er fullnað- ur og Guðs riki er nálægt. Vér eigum frásögn um hann, þar sem hann er á bæn úti í fegurð náttúrunnar og einn af lærisveinum hans andvarpar til hans: Herra, kenn þú oss að biðja. Þá kenndi hann þeim bænina „Faðir vor“. Hvern dag skyldu þeir biðja eins og hann föðurinn á himnum: Komi ríki þitt. Guðfræðinga greinir á um það, við hvað Jesús hafi átt með þessum orðum. Margir þeirra ætla, að hann hafi í huga Guðs ríki við heimsendi og biðji um komu þess með þeim hætti. Hann sjái það rísa úti við hafsbrún eilífðarinnar eins og blámóðu- strönd í ljóma morgunroðans, og þangað muni mennimir um síðir lenda við lok tímanna. Handan hörmunga jarðarinnar bíði ei- lífðarríkið. Þangað skal horfa í bænarhug og þreyja með þol- gæði. Að lokum kemur Guðs ríkið, og tárin verða þerruð af augum mannanna. Hvenær það verður, veit enginn maður, en þó er þeim rétt að virða fyrir sér tákn tímanna og spyrja: Vöku- maður, hvað líður nóttunni? Guðsríkið ókomna er framtíðar — eilífðar hugsjónin mikla. Aðrir leggja þann skilning í orð Jesú, að Guðs ríkið eigi að verða veruleiki hér á vorri jörð. Þeir skírskota til Guðs ríkis kenningar hans. Hann segir jafnskjótt sem hann hefur hana, að Guðs ríkið sé komið í nánd. Seinna segir hann, að Guðs ríki sé þegar komið. Hann bendir á máttarverkin, sem hann vinnur, og bætir svo við þeim orðum, að ef hann framkvæmi þau með fingri Guðs, þá sé Guðs ríki komið til mannanna. Að hinu sama fúta ýmsar líkingar hans og dæmisögur. Sæði Guðs ríkis grær

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.