Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1957, Blaðsíða 9
KOMI RIKI ÞITT 3 °g vex. Þá er hann er spurður, hvenær Guðs ríki muni koma, svarar hann berum orðum: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að a því beri, og ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér, eða það er þar; því sjá, Guðs ríki er mitt á meðal yðar“. í Biblíu- þýðingu vorri eru orðin þýdd: „Sjá, Guðs ríki er hið innra í yð- Ur“. En það ber að sama brunni: Guðs ríki, sem er hið innra nieð mönnunum, er þegar komið. Þessi skilningur á Guðs ríkis kenningu Jesú ristir dýpra en hinn. Hann miðast við orð hans sjálfs. Ef vér leitumst við að láta sökkvast í djúp „Faðir vors“, þá sjáum vér þar þegar út- skýringu og endurtekningu bænarinnar: „Komi ríki þitt“ í næstu bæn: „Verði vilji þinn svo á jörðu sem á hirnni". Guðs ríki kem- ur hingað á jörð að sama skapi sem Guðs vilji verður hér. Það er ríkið, þar sem vilji hans ræður. Önnur og þriðja bæn „Faðir vors“ eru í raun og veru sama bænin, enda stendur aðeins önn- Ur þeirra í Lúkasarguðspjalli. En verður þetta nokkum tíma? Kemur Guðs ríki í raun og Veru hingað á jörð, þannig að Guðs vilji verði svo á jörðu sem a himni? Hljóta mennirnir ekki að hika í þeirri trú? Sýnir sögu- þróunin þroska mannkynsins á braut Guðs ríkis? Ræður þar ekki mestu taumlaust kapphlaup um völd og eignir, svo að menn- rrnir eru nú komnir út á fremstu nöf sjálfstortímingar? Getur ekki dunið yfir þá og þegar þriðja heimsstyrjöldin með skelfi- íegri ógnum en unnt sé að gjöra sér í hugarlund? Já, öll erum vér harmi lostin vegna þeirra atburða, sem gerzt ^afa á síðustu tímum, yfir kúgun og ofbeldi gagnvart lítilmögn- unum, lífi og frelsi bæði einstaklinga og þjóða. Vér heyrum stlga upp neyðarkvein þúsunda líkt og Jeremía forðum: „Dauð- lnn er stiginn upp í glugga vora, kominn inn í hallir vorar, til þess að afmá börnin af götunum, unglingana af torgunum. Og líkin af mönnunum liggja eins og hlöss á velli, eins og kornbundin að baki komskurðarmanninum“. Hinn slyngi sláttumaður hefir enn gerzt ærið mikilvirkur og slegið allt, hvað fyrir er. Eá vonirnar um komu Guðs ríkis hingað á jörð staðizt storm- ana? Eru þær reistar á bjargi, sem bifast hvergi? Riða þær ekki til falls?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.