Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 9

Kirkjuritið - 01.01.1957, Side 9
KOMI RIKI ÞITT 3 °g vex. Þá er hann er spurður, hvenær Guðs ríki muni koma, svarar hann berum orðum: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að a því beri, og ekki munu menn geta sagt: Sjá, það er hér, eða það er þar; því sjá, Guðs ríki er mitt á meðal yðar“. í Biblíu- þýðingu vorri eru orðin þýdd: „Sjá, Guðs ríki er hið innra í yð- Ur“. En það ber að sama brunni: Guðs ríki, sem er hið innra nieð mönnunum, er þegar komið. Þessi skilningur á Guðs ríkis kenningu Jesú ristir dýpra en hinn. Hann miðast við orð hans sjálfs. Ef vér leitumst við að láta sökkvast í djúp „Faðir vors“, þá sjáum vér þar þegar út- skýringu og endurtekningu bænarinnar: „Komi ríki þitt“ í næstu bæn: „Verði vilji þinn svo á jörðu sem á hirnni". Guðs ríki kem- ur hingað á jörð að sama skapi sem Guðs vilji verður hér. Það er ríkið, þar sem vilji hans ræður. Önnur og þriðja bæn „Faðir vors“ eru í raun og veru sama bænin, enda stendur aðeins önn- Ur þeirra í Lúkasarguðspjalli. En verður þetta nokkum tíma? Kemur Guðs ríki í raun og Veru hingað á jörð, þannig að Guðs vilji verði svo á jörðu sem a himni? Hljóta mennirnir ekki að hika í þeirri trú? Sýnir sögu- þróunin þroska mannkynsins á braut Guðs ríkis? Ræður þar ekki mestu taumlaust kapphlaup um völd og eignir, svo að menn- rrnir eru nú komnir út á fremstu nöf sjálfstortímingar? Getur ekki dunið yfir þá og þegar þriðja heimsstyrjöldin með skelfi- íegri ógnum en unnt sé að gjöra sér í hugarlund? Já, öll erum vér harmi lostin vegna þeirra atburða, sem gerzt ^afa á síðustu tímum, yfir kúgun og ofbeldi gagnvart lítilmögn- unum, lífi og frelsi bæði einstaklinga og þjóða. Vér heyrum stlga upp neyðarkvein þúsunda líkt og Jeremía forðum: „Dauð- lnn er stiginn upp í glugga vora, kominn inn í hallir vorar, til þess að afmá börnin af götunum, unglingana af torgunum. Og líkin af mönnunum liggja eins og hlöss á velli, eins og kornbundin að baki komskurðarmanninum“. Hinn slyngi sláttumaður hefir enn gerzt ærið mikilvirkur og slegið allt, hvað fyrir er. Eá vonirnar um komu Guðs ríkis hingað á jörð staðizt storm- ana? Eru þær reistar á bjargi, sem bifast hvergi? Riða þær ekki til falls?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.