Kirkjuritið - 01.06.1957, Síða 14
252
KIRKJU'RITIÐ
nauðsyn kirkjuagans. Vér erum ekki form fastir, íslendingar,
né elskir að aga og það hefir sína kosti. En ekkert félag þolir,
að allt sé þar á ringulreið. Kirkjan ekki heldur. Þess vegna
undirstrika ég það hér, sem ég hefi áður vikið að í þessum
pistlum, að á vissum sviðum og í ákveðnum atriðum er oss
nauðsyn á að koma á meiri formfestu innan kirkjunnar, t. d.
að því er varðar sjálfa guðsþjónustuna og algengustu helgisiði,
en ekki síður barnafræðsluna, og einnig samstarf og samskipti
okkar prestanna.
Form og andi.
Enn er ekki úr vegi að minnast þess í sambandi við kirkju-
þingið, að form og andi er sitthvað og að ekkert skipulag er
einhlítt til mikils árangurs, skorti vilja eða andlegan mátt til
þess að glæða það líf og beita því til stórvirkja. Og sannast
sagt eru það hvorki tækifærin né skipulagið, sem oss hefir
skort mest á undanförnum árum til að gera kirkjuna að vold-
ugri né áhrifameiri stofnun í þjóðfélaginu. Það er öllu heldur
sannfæringarkrafturinn og eldmóðurinn. Oss er að ýmsu leyti
'/orkunn. Vér erfðum frekar efa en trúarhita yfirleitt, og kyn-
slóð vor hefir staðið ráðlítil og spyrjandi í umróti og byltingu
heimsstyrjaldarinnar. En miklu líklegra er, að bæði allur lands-
lýður og kirkjunnar menn fari að átta sig á, að guðleysi leiðir
út í ógöngur og andvaraleysi veldur því, að akurinn fer í órækt
og þekst af illgresi.
Prestar og söínuðir.
Stundum segja menn í hinum og þessum söfnuðum: Við höf-
um fengið góðan prest! Og í öðrum: Hann er alveg liðónýtur,
karlsauðurinn! Hvort tveggja má efalaust nokkuð til sanns
vegar færa. En ég efast um, hvort söfnuðunum, og jafnvel okk-
ur prestunum, er það fullljóst, hve mikil gagnáhrif prestur og
söfnuður hafa hvor á annan. Sannleikurinn er sá, að presturinn
hefir ekki aðeins alltaf einhver áhrif á söfnuðinn, heldur er