Kirkjuritið - 01.06.1957, Blaðsíða 46
284
KIRKJUKITIÐ
2.—16. rnaí sl. var haldin mikil sýning í Lundúnum að tilhlutun
brezka og erlenda Biblíufélagsins og hinnar svonefndu Kirkjulegu hjálpar-
starfsemi. Einkunnarorð sýningarinnar voru: Mannlegar þarfir. Sérstaklega
var vakin athygli á hörmungum flóttamanna víða um heim, matvælaskorti
milljóna, sívaxandi þörfum mannkynsins sakir hinnar öru mannfjölgunar,
og hinni andlegu neyð, sem því miður er jafnvel ríkjamdi víða, þar sem
efnahagsörðugleikar eru ekki fyrir hendi. Sýning þessi var fjölsótt.
f— ---— ---------+
-------| Innlendnv frcrtír |------
Séra Þorsteinn Gíslason ->•
prófastur í Steinnesi var sextugur
26. júní.
Asgeir Ingimarsson
tók guðfræðipróf í vor. Hlaut I.
eink.
Séra Einar Þór Þorsteinsson
hefir verið skipaður prestur í
Kirkjubæjarprestakalli í Norður-
Múlaprófastsdæmi, að undangeng-
inni lögmætiri kosningu, frá 1.
júlí að telja.
Séra Lárus Halldórsson
hefir verið ráðinn af biskupi sendi-
prestur um næstu þrjú ár.
Séra Helgi Sveinsson í Hveragerði orti „Ávarp Fjallkonunnar", sem
frú Iielga Valtýsdóttir flutti í ár af svölum Alþingishússins 17. júní.
Séra Sigurður Einarsson í Holti undirbýr nú útgáfu nýrrar Ijóða-
bókar eftir sig. Þar mun m. a. birtast kvæði um merka kirkjuhöfðingja.