Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 7
SAMHJÁLP 341 í sonarfrelsi, í bæn um nýja náð, í nafni Krists vér beygjum hjartans kné. Styð hæstur Guð urn aldir allt voii ráð, geym óðul vor og land og vé í þinni hlíf. Þú ert vort Ijós, vort líf. Friðrik A. Friðriksson. Samhjálp. Konfucius sagði þessa dæmisögu til að minna á, hvemig mennimir œttu að rétta hver öðrum hjálparhönd: Það vom einu sinni tveir vesalingar, sem áttu heima í sömu borginni. Annar var lamaður, hinn blindur, hvorugur átti málungi matar. Lamaði maðurinn hýrðist bjargarlaus á steinbekk nokkrum, og þótt hann kvein- :*ði hástöfum, leit vart nokkur við honum af öllum þeim, sem fram- ^já fóru. Blindi maðurinn var líka alger einstæðingur, hann áttí ekki grænan eyri, engan vin, ekki einu sinni hund til að vísa sér til vegar. Svo var það einn góðan veðurdag, þegar blindi maðurinn var að þukkla fyrir sér til að komast fyrir húshorn, að hann heyrði kveinstafi lama mannsins. Þeir gengu honum til hjarta, enda raunin sú, að sá þekkir bezt eldinn, sem sjálfur brennur á baki. >.Ég hefi mína örðugleika við að stríða og þú þína,“ sagði hann við fama manninn. „Nú skulum við taka höndum saman, svo að okkur verði auðveldara að ráða fram úr þeim.“ „En minnstu þess,“ svaraði lamaði maðurinn, „að ég get ekki hreyft mig úr sporunum, og þú sérð ekki glóru. Til hvers væri okkur að slást i fylgd hvor með öðrum?“ „Taktu nu efth' og íhugaðu orð mín,“ sagði blindi maðurinn. „Samanlagt höfum v’ið allt það, sem einn maður þarfnast. Ég er heilfættur, og þú hefir lieila sjón. Ef ég ber þig á bakinu, þá getur þú vísað mér veginn. Og þá er einnig ógerlegt að segja, hvor okkar gerir hinum meiri greiða. Eg geng fyrir þig, en þú sérð fvrir mig.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.