Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1957, Blaðsíða 38
372 KIRKJURITIÐ heild í skrifstofu sinni. Er hér um nýtt vald að ræða biskupi til handa, sem eykur aðstöðu hans frá þvi, sent nú er, en þó ekki á annan hátt en fullkomlega má telja eðlilegt. Póst- og símamálastjóri (hefir nú þessa aðstöðu, og væri ekki óeðlilegt, að jafn sérstæður embættismaður og Höfuðbiskup, sem ganga imm að ýmsu leyti næst forseta í hugum manna, hefði slíka aðstöðu, en væri ekki nokkurs konar undirmaður ráðuneytis- stjóra. Þá er honum ákveðin sérstaða, bæði út á við og inn á við, eins og eðlilegt er. Urn 5. gr. Sjálfsagt virðist, að Höfuðbiskup vígi biskupa, eftir því sem við verður komið. Oft mun fyrirrennari í því embætti geta vígt eftinnann sinn. En annars er heppilegt að hafa fastar reglur um svona formsatriði til þess að forðast árekstra. I niðurlagi greinarinnar er þó opnaður möguleiki til úrbóta, ef sérstaklega stendur á. Um 6. gr. Hér er farið að skýra frá störfum biskupa, og er ekki ástæða til at- hugasemda. Oþarfi virðist að gera mikla upptalingu á störfum biskupa. Um 7. gr. Eðlilegt virðist, að hvert biskupsdæmi liafi sína prestastefnu, sýnódus, undir forsæti biskupsins. Innan biskupsdæmisins verður að skapast fé- lagstilfinning, ef hægt er, án þess að sú tilfinning sundri frá öðrum. Af því að þjóð vor er svo fámemi, er þó eðlilegt, að haldnar væru almenn- ar prestastefnur, ef menn óska. Mundi reynsla brátt skera úr, hve mikil þörf væri á þeim fundahöldum. Almennt prestafélag kirkjunnar eykur samstarf allra og tengir saman presta úr biskupsdæmunum. Um 8. gr. Gefur varla tilefni til athugasemda. Sjö ára markið er sett af lianda- hófi og ætti ekki að vera nauðsynlegt. Þó er vissara, að hafa slíkt aðhald. Um 9. gr. Hér er um viðkvæmnismál að ræða, sem ekki skal hér rætt mikið. Er leitazt við að samræma sjónarmiðin þannig, að Hólar með sína fomu frægð og sína virðulegu dómkirkju verði kirkjuleg miðstöð biskupsdæmis- ins, og þar fari fram kirkjulegar athafnir. En á Akureyri er mikið betri aðstaða til þess að reka önnur störf biskups, sem fara fram í skrifstofu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.